Móttökuhópur fyrir skemmtiferðaskip

Líkt og í fyrrasumar er stefnt að því að vera með móttökuhóp fyrir skemmtiferðaskip. Verkefni hópsins er að hanna og flytja dagskrá fyrir farþega skemmtiferðaskipanna og gera þannig heimsókn þeirra skemmtilegri og um leið auka hróður svæðisins. Við leitum að opnum og hressum aðilum 16 ára og eldri, sem eru til í að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi. Ekki sakar geta sungið eða spilað á hljóðfæri en það er þó ekki skilyrði. Von er á 12 skemmtiferðaskipum á tímabilinu 4. júní til 9. september, ýmist á virkum dögum eða laugardegi. Stundum fyrir hádegi, stundum eftir. Einnig er reiknað með að einhver tími fari í æfingar og undirbúning. Vinnan er launuð. Umsjón með hópnum verður í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur.   Um nánari upplýsingar og skráningu sér Jónas V. Guðmundsson markaðsfulltrúi (jonas@grundarfjordur.is/ 899-1930)   Grundarfjarðarhöfn  

Óvissuferð í sveitina.

  Föstudaginn 22. maí bauð þjálfari frjálsíþróttadeildarinnar krökkunum sem hafa verið að æfa í vetur í óvissuferð.  Ekki var farið langt með yngsta hópinn því stefnan var tekin á fjárhúsin í Gröf, þar sem þau fengu að skoða lömbin.  Þau fengu að fylgjast með þegar eitt lambið var markað og fannst þeim skrýtið að það væri verið að klippa í eyrun á litlu lömbunum bara til þess að hægt væri að þekka þau þegar þau kæmu af fjalli.  Síðan fengu allir að klappa lömbunum, og hrútnum sem var markaður, fundið nafnið Salomon svarti. 

Nýsköpunarsjóður námsmanna auglýsir aukaúthlutun

Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni. Frá stofnun 1992 hefur sjóðurinn unnið sér nafn og gott orð fyrir vinnu mörg hundruð námsmanna og verkefna sem þeir hafa leyst af hendi fyrir tilstyrk sjóðsins. Aukaúthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir sumarið 2009Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 3. júní, kl. 17:00   Nánari upplýsingar er að vinna hér.

Fræðslu- og menningarmálanefnd óskar eftir tilnefningum

Hin árlegu verðlaun fræðslu- og menningarmálanefndar, Helgrindur, verða veitt nú í sumar fyrir óeigingjarnt starf í þágu menningar í Grundarfirði. Tilnefningar þurfa berast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar fyrir 2. júní.   Fræðslu- og menningarmálanefnd.  

Blóðbankabíllinn

  Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval, þriðjudaginn 26. maí kl. 12.00 - 17.00. Allir velkomnir. 

Dagur barnsins á sunnudaginn

Sunnudaginn 24. maí verður haldinn hátíðlegur hinn árlegi dagur barnsins. Tilgangur þessa dags er að hvetja foreldra til samveru með börnum sínum og að styrkja hugmyndir um fjölskylduvænt samfélag og jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Verndari dagsins er frú Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðunni: dagurbarnsins.is   Hér í Grundarfirði er skemmtileg og spennandi dagskrá: 13:00 – 14:30 Sandkastalakeppni  í fjörunni við Kvíabryggju. 13:30 – 14:30 Fjöruferð og sandahlaup á sama stað. 15:30 – 17:00 Lautarferð og leikir í Torfabót. Mætið með teppi. 16:00 – 17:00 Flugdrekakeppni   í Torfabót.   Þessir atburðir eru í umsjón UMFG og foreldrafélags leikskólans. Allir eru þeir skipulagðir sem samverustund fyrir foreldra og börn.  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga 23. maí 2009 Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin laugardaginn 23. maí 2009 í hátíðarsal skólans. Hátíðin hefst kl. 14:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins heimsækir Grundarfjörð

MS Fram var smíðað í Noregi árið 2007 og er sérhannað til siglinga í norðurhöfum. Innréttingar eru að miklu leyti gerðar úr ull, leðri og eik og gefur það skipinu norrænt yfirbragð. Skipið er nefnt eftir skipi hins fræga norska ævintýramanns Friþtjof Nansen, sem stóð fyrir mörgum könnunarleiðöngrum um norðurheimskautið á landi og á sjó. Skipið er 110 metrar á lengd, 12.700 tonn og ber 382 farþega sem í þetta skiptið verða flestir bandarískir. MS Fram kemur til Grundarfjarðar frá Reykjavík föstudaginn 22. maí og verður frá 8:00 – 15:00. Héðan er förinni heitið til Grænlands.

Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar afgreiddir eftir síðari umræðu

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 19.  maí sl. voru ársreikningar 2008 fyrir bæjarsjóð og stofnanir bæjarins afgreiddir eftir síðari umræðu.  Afkoma bæjarsjóðsins var slæm á síðasta ári.  Reksturinn varð þyngri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og má rekja ástæðu þess að miklu leyti til hækkaðs launakostnaðar vegna breytinga á kjarasamningum og óðaverðbólgu.  Í sjóðstreymi kom fram að handbært fé frá rekstri varð rúmlega 80 milljón krónur en það dugði skammt þegar kom að fjármagnsgjöldunum.

Breyttur tími á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundurinn sem átti að vera í dag kl.16.15 verður flýtt og hefst hann kl.14.30 í dag í samkomuhúsinu.