Undirbúningur að unglingalandsmóti í fullum gangi

Framkvæmdanefnd Grundarfjarðarbæjar vegna undirbúnings að unglingalandsmótinu, sem haldið verður 2009, hefur verið önnun kafin.  Haldnir hafa verið sjö fundir síðan nefndin var skipuð i vetur.  Ráðinn hefur verið byggingafræðingur, Jón Pétur Pétursson, til þess að undirbúa og vinna að verkefnum sem framkvæmdanefndin mun standa fyrir.  Verið er að mæla upp svæði sem ætluð eru fyrir knattspyrnuvelli og fengin hefur verið sérfræðiráðgjöf  vegna lagningu gerviefna á hlaupa- og atrennubrautir á frjálsíþróttavellinum.  Jón Pétur hefur leitt þessa vinnu og samhliða unnið að hönnun vallanna, aðkomuleiða og fleira.  Mikil vinna er framundan hjá framkvæmdanefndinni við hinar ýmsu framkvæmdir sem fara þarf í á þessu ári.

Opið hús í leikskólanum

Þriðjudaginn   29. apríl var opið hús í Leikskólanum Sólvöllum   frá kl: 9:00 – 18:00.   Þar voru verk leikskólanemanda  til sýnis og  gestir gátu komið á skólatíma til að  fylgjast með og taka þátt í leik nemenda. Leikskólanemendur sungu fyrir gesti nokkur lög  nokkrum sinnum yfir daginn.  Foreldrafélagið var með sína árlegu kaffisölu frá kl:16:00 – 17:30 Mikil ánægja var með opna húsið og voru gestir að koma yfir allan daginn. Hér má sjá myndir frá opnu húsi.  

Hraðmót HSH í Frjálsum

Hraðmót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 – 18 ára var haldið miðvikud 23 apríl í Stykkishólmi, keppt var í 4 greinum.  14 keppendur fóru frá UMFG á aldrinum 11 – 16 ára og stóðu sig vel.  Þar sem þetta var stutt mót voru ekki nein verðlaun veitt en að loknu móti fengu keppendur safa, bakkelsi og þáttökugjöf.  Þetta var síðasta innanhúsmótið á þessum vetri, en um leið og veður leyfir verður byrjað að æfa frjálsar úti.   KH.  

Söngæfing eldri borgara

Við minnum á síðustu söngæfingu vetrarins sem verður á miðvikudaginn 30 apríl kl.17.15.

Sundkennsla

Nokkuð hefur dregist að sundkennsla hæfist þetta vor. Miklar frosthörkur voru í mars og apríl þannig að erfitt var að losna við klakann úr sundlauginni og gera laugina tilbúna til notkunar. Miklar kröfur eru gerðar um að kennarar hafi fulla menntu og réttindi til að taka að sér sundkennslu. Menntamálaráðherra hefur nú veitt heimild fyrir því að Erna Sigurðardóttir kenni sund þetta vorið. Sundlaugin er orðin heit og í góðu lagi og okkur því ekkert að vanbúnaði að hefja sundkennsluna. Sundtímar hefjast í næstu viku og verða í íþróttatímum en auk þess verður nokkrum sundtímum bætt við í fjölmennustu bekkjunum.  

Bæjarstjórnarfundur

Bæjarstjórnarfundur (aukafundur) verður haldinn, þriðjudaginn 29. apríl 2008 kl. 16.15,  í Samkomuhúsinu. Hér má sjá dagskrá fundarins.

Sundlaugin opnuð á sumardaginn fyrsta

Sundlaugin verður opnuð á morgun, sumardaginn fyrsta. Opið verður frá 12.00 - 18.00. Frítt fyrir alla þennan dag í tilefni dagsins.  Opnunartíminn verður síðan þannig á meðan skóli er: Mánudaga - föstudaga kl. 07.00 - 08.00 og 16.00 - 21.00 Laugardaga - sunnudaga kl. 12.00 - 18.00

Hreinsunarvika

Föstudaginn 25. apríl er árlegur umhverfisdagur. Í tilefni dagsins verður hreinsunarvika í Grundarfirði frá föstudeginum 25. apríl til laugardagsins 3. maí.   Hér má sjá auglýsingu með nánari upplýsingum ásamt því hvaða aðilar verða með viðburði í tilefni dagsins 

Staðfest að Snæfellsnes fær skilyrta Green Globe vottun

Staðfest hefur verið í framhaldi úttektar á stöðu sveitarfélaganna og Þjóðgarðsins á Snæfellsnesi að þessum aðilum verð veitt skilyrt Green Globe vottun.  Gert er ráð fyrir að vottunin verði formlega staðfest innan fárra vikna.  Stefnt er að því að sú staðfesting verði gerð við sérstaka athöfn af því tilefni.   Snæfellsnes er fyrsta samfélagið í Evrópu og sennilega þriðja samfélagið í heiminum til að ná þriðja og síðasta þrepi vottunarferlisins. Hin tvö eru á Nýja-Sjálandi og  í Indónesíu.   Um nánari upplýsingar er vísað á heimasíðu Framkvæmdaráðs  Snæfellsness.

Vorkoman

Vorið er komið. Þá er margt sem við þurfum að huga að í okkar nánasta umhverfi. Þann 25. apríl nk. er Dagur umhverfisins og mun bæjarfélagið brydda upp á ýmsum atburðum í tilefni dagsins. Hér má lesa grein eftir Guðmund Inga Gunnlaugsson, bæjarstjóra í tilefni vorsins.