Útskriftarferð leikskólabarna

Leikskólanemendur fóru í útskriftarferð miðvikudaginn 26. maí. Farið var út í Krossnes og deginum eytt þar. Útskriftin var síðan fimmtudaginn 27. maí. Í ár útskrifuðust 11 nemendur.    

Útskriftaferð leikskólanemenda

Leikskólanemendur fóru í útskriftaferð miðvikudaginn 26. maí. Farið var út í Krossnes og deginum eytt þar. Útskriftin var síðan fimmtudaginn 27. maí. Í ár útskrifuðust 11 nemendur.    

Gjöf til Leikskólans Sólvalla

Kvenfélagið Gleym mér ei færði Leikskólanum Sólvöllum 50.000 krónur að gjöf til kaupa á mottum undir leikkastala þann 28. maí 2004. Í sumar verður settur nýr kastali á   leikskólalóðina. Í gegnum árin hefur Kvenfélagið styrkt leikskólann og þökkum við fyrir þann hlýhug.

Gjöf til Leikskólans Sólvalla

Kvenfélagið Gleym mér ei færði Leikskólanum Sólvöllum 50.000 krónur að gjöf til kaupa á mottum undir leikkastala.  Í gegnum árin hefur Kvenfélagið Gleym mér ei styrkt leikskólann reglulega og viljum við færa þeim kærar þakkir fyrir þann hlýhug.  

Kolgrafafjörður loksins þveraður!

Á eftir, um ellefu-leytið, verður þeim áfanga loks náð að Kolgrafafjörður teljist þveraður. Nánar tiltekið er um það að ræða, að verktakinn Háfell ehf. mun keyra síðasta hlassið sem dugar til að vegurinn teljist tengdur milli austur- og vesturbakkans.

„Hitaveitan“ í pípunum ...

Bæjarstjórn bíður nú eftir skýrslu frá Íslenskum orkurannsóknum, sem annast hafa rannsóknir og tiltekna ráðgjöf í jarðhitarannsóknunum í Berserkseyrarodda.  Skýrslan verður væntanlega grundvöllur ákvarðana um framkvæmdir og næstu skref í málefnum hitaveitu fyrir Grundfirðinga.

Úr gömlum fundargerðum

Það leynist margt fróðlegt í gömlum fundargerðum. Í fundargerð hreppsnefndar Eyrarsveitar frá 27. nóvember 1975 er m.a. að finna umfjöllun um orkurannsóknir, samning um kaup á olíumöl og vangaveltur um hundahald. Eftirfarandi var m.a. bókað á þeim fundi:

Sveitaferð leikskólabarna

Nemendur Leikskólans Sólvalla fóru í sveitaferð þriðjudaginn 18. maí sl. Það voru bændurnir á Mýrum, Anna Júlía og Óli, sem tóku vel á móti krökkunum.        

Hvar var kötturinn þinn í nótt?

Nokkuð hefur borið á kvörtunum um ónæði af völdum breimandi slagsmálakatta að næturlagi. Kann að vera að um sé að ræða villiketti, en þó er ljóst að venjulegir heimiliskettir eiga líka hlut að máli. Slíkt er heldur óskemmtilegt.   Af því tilefni er vakin athygli á að í mars sl. tók gildi sérstök samþykkt um kattahald í þéttbýli bæjarfélagsins, nr. 262/2004.

Byggingafulltrúi í afleysingum

Orri Örn Árnason er um þessar mundir að taka við starfi byggingafulltrúa tímabundið þar sem Jökull Helgason, byggingafulltrúi verður í barneignafríi fram í ágúst. Orri hefur lokið öðru ári af þremur í byggingatæknifræði við Tækniháskóla Íslands.