Grundarfjarðarbæ færður bekkur að gjöf

Föstudaginn 22. júlí sl. var Grundarfjarðarbæ afhentur að gjöf, bekkur sem staðsettur er á kirkjutúninu við Hrannarstíg. Það er Guðmunda Hjartardóttir, sem býr nú að Hrannarstíg 28, í nýrri íbúð eldri borgara, sem gefur bekkinn í minningu eiginmanns síns, Jóns Hanssonar, sem lést árið 2001.  

Gámastöðin lokuð um helgina

Gámastöðin verður lokuð laugardaginn 30. júlí og mánudaginn 1. ágúst. 

Golfklúbburinn Vestarr 10 ára í dag

Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði er 10 ára í dag. Klúbburinn var stofnaður 27. júlí árið 1995. Stofnfélagar voru um 20 talsins og eru skráðir félagar í dag rúmlega 100. Afmælishátíð verður haldin þann 10. ágúst nk. með golfmóti og öðru tilheyrandi. Í tilefni afmælisins verður haldið golfmót á Bárarvelli í dag kl. 17:00. Mótið er paramót og eru allir velkomnir!

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Le Diamant kom til Grundarfjarðarhafnar kl. 13:00 í dag. Farþegar á skipinu eru um 200 talsins og fór meirihluti hópsins í ferð kringum Snæfellsjökul í dag. Farþegarnir eru allir franskir. Skipið leggur úr höfn kl. 20:00 í kvöld.   Silja Rán, Erna, Guðlaug og Alma Jenný tóku prúðbúnar á móti farþegum skipsins

Ársskýrsla Grundarfjarðarbæjar 2004 komin út

Út er komin ársskýrsla Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2004. Það eru komin nokkur ár síðan formleg ársskýrsla var gefin út síðast. Annáll hvers árs, þar sem gefið er yfirlit yfir starfsemi bæjarins og niðurstöður í ársreikningi, hefur hinsvegar birst í ritinu Fólkið, fjöllin, fjörðurinn í þau ár sem það rit hefur komið út.  

Á góðri stund - myndir

Bæjarhátíð Grundfirðinga, Á góðri stund í Grundarfirði, var haldin um síðustu helgi. Hátíðin tókst mjög vel í einstakri veðurblíðu. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum.   Gulur, rauður, grænn og blár!   Brekkusöngur við brennu á Grundarkampi 

Mikið að gera í boltanum í dag.

Í dag er mikið um að vera hjá fótboltakrökkunum. Þrír leikir eru á Grundarfjarðarvelli og einn í Reykjavík. kl 13:00 spila 4. fl ka við Grindavík,  5. fl ka mætir liði  KR kl 15:00 og 3. fl ka HSH spilar við lið Aftureldingar kl 20:00. 4. fl kv fer til REykjavíkur og spilar við lið Leiknis R. Gangi ykkur vel krakkar. 

Á góðri stund - dagskráin í dag laugardag

Kl. 10.30 Opin fimleika- og danssýning/æfing í íþróttahúsinu. Afrakstur námskeiðs barna og ungmenna.   Kl. 11.30 Víðavangshlaup UMFG. Hlaupið verður um allan bæinn. Mæting á íþróttavellinum. Þátttökugjald 300 kr.   Kl. 12.00 Fimm liðug málbein láta allt flæða á lóð heilsugæslunnar.   Kl. 12.00 Kajakleigan Sagan býður upp á kajakferðir.   Kl. 13.00 Myndlistarsýning barna og ungmenna opnar á Hótel Framnesi.   Kl. 14.00 Alþjóðakaffihús í Sögumiðstöðinni í umsjón kvenna af erlendum uppruna í Grundarfirði.   Kl. 14.00 Hátíðardagskrá á hafnarsvæði: ·  Sölubásar ·  Leiktæki fyrir börn ·  Grundfirsk börn syngja eftir stífar æfingar í sumar ·  Töframaðurinn Pétur Pókus sýnir brögð sín ·  Benedikt búálfur heilsar upp á börnin ·  Skemmtisveitin Hundur í óskilum skemmtir ·  Skemmtiatriði flutt af krökkum sem tóku þátt í námskeiði hjá Erni Inga ·  Götuleikhús   Kl. 16.00 Hálandaleikar í boði Guðmundar Runólfssonar hf. Leikarnir verða haldnir við netaverkstæði Guðmundar Runólfssonar hf.   Kl. 17.00 Rokktónleikar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Ungir  tónlistarmenn sýna hvað í þeim býr. Aðgangseyrir 300 kr.   Kl. 18.30 Hverfin hittast og skemmta sér hvert á sínu svæði. Danshópar unglinga fara á milli og heimsækja hvert hverfi.   Kl. 21.00 Hverfahátíðir ná hámarki þegar skrúðgöngur hverfanna hittast á hafnarsvæði. Skemmtiatriði hverfanna. Verðlaun veitt fyrir skemmtilegustu skreytingarnar, fjörugustu skrúðgönguna, bestu skemmtiatriðin og hverfi ársins.   Kl. 22.00 Dansflokkurinn Þrællinn sýnir dans.   Kl. 22.30 Bryggjuball í boði Landsbanka Íslands. Hljóm- og gleðisveitin Feik spilar og skemmtir.   Kl. 24.00 Hljómsveitin Sprittlamparnir spilar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Aðgangseyrir 1.500 kr.   Kl. 24.00 Dansleikur á Kaffi 59. Hljómsveitin Úlrik spilar fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 24.00 Hljómsveitin Feik spilar í Krákunni strax á eftir bryggjuballinu. Enginn aðgangseyrir.

Á góðri stund - dagskráin í dag

Kl. 16.00 Hin árlega hátíðargrillveisla við matvöruverslunina Samkaup strax. Götuleikhús skemmtir í leik, tali og tónum.   Kl. 18.00 Útgáfutónleikar Sex í sveit í Krákunni. Flutt verða lög af nýjum geisladiski sveitarinnar Synir þessarar þjóðar. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 20.00 Tónleikar Mána og Sylvíu í Grundarfjarðarkirkju. Þau hafa fyrir löngu skipað sér sess í tónlistarsögu Grundfirðinga.   Kl. 20.00 Grundfirska unglingahljómsveitin Dúndur spilar fyrir alla aldurshópa í Félagsmiðstöðinni Eden.   Kl. 21.00 Kvöldvaka við brennu á Grundarkampi. Götuleikhús og óvæntir eldhugar.   Kl. 22.00 Rauðir fiskar spila í Krákunni. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 23.00 Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi fram eftir nóttu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Aðgangseyrir 2.500 kr. Ath. aldurstakmark 18 ár.   Kl. 23.30 Hljómsveitin Dúndur spilar í Félagsmiðstöðinni Eden. Aldurstakmark 16 ár. Aðgangseyrir 400 kr. Notkun vímuefna er með öllu óheimil á tónleikunum.   Kl. 24.00 Dansleikur á Kaffi 59. Hljómsveitin Úlrik heldur uppi stemmningu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 24.00 Hin stórskemmtilega hljómsveit Gilitrutt spilar í Krákunni. Aðgangur ókeypis.

Gróðursetningarátak

Þessa dagana stendur Grundarfjarðarbær fyrir átaki í gróðursetningu trjáplantna. Plöntur verða settar niður á skólalóð,  í þríhyrningi, við hinar nýju íbúðir eldri borgara á Hrannarstíg og í jarðvegsmön á iðnaðarsvæði. Verkefnið er í umsjá Þórðar Runólfssonar frá Garðyrkjustöðinni Syðra - Lágafelli í Miklaholtshreppi. Plönturnar eru í heildina um 600 talsins og er áætlað að búið verði að planta þeim um hádegisbil á morgun. Í undirbúningi er einnig að gróðursetja aspir á völdum svæðum í bænum í ágúst nk. Plöntur á skólalóð