Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Þeir sem eiga pantaða miða á þorrablót hjónaklúbbsins eru vinsamlegast beðnir um að sækja þá og greiða fyrir kl. 22:00 í kvöld (miðvikudag). Ennþá eru örfá sæti laus. Áhugasamir hafi samband við Kollu, Fagurhólstúni 9, í síma 438-6626.   Stjórnin 

Tilkynning frá skattstjóra Vesturlandsumdæmis

Þann 1. febrúar 2006 munu sýslumennirnir í Stykkishólmi, Búðardal og Borgarnesi, taka við störfum umboðsmanna skattstjóra Vesturlandsumdæmis. Bæjarskrifstofa Grundarfjarðar sinnir því ekki lengur umboði skattsjtóra Vesturlandsumdæmis.   Þetta þýðir að eyðublöð frá ríkisskattstjóra liggja ekki frammi á bæjarskrifstofu og skrifstofan hefur ekki umboð til að taka á móti skattframtölum, launamiðum o.s.frv. Öll eyðublöð rsk má fá rafrænt á vefnum www.rsk.is. Að öðru leyti gefa sýslumaður Snæfellinga og skattstofa Vesturlands frekari upplýsingar.   Sýslumaður Snæfellinga, s: 430-4100 Skattstofa Vesturlands, 430-2900   Bæjarstjóri

Reglur um niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti, á fundi sínum þann 12. janúar sl., reglur um niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum. Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar eru greidd niður daggjöld vegna barna sem eru í daggæslu í heimahúsum og eiga lögheimili í Grundarfjarðarbæ. Niðurgreiðslurnar eru háðar ákveðnum skilyrðum og eru miðaðar við tímalengd. Ekki er greitt fyrir vistun í skemmri tíma en 4 klst. á dag. Sjá reglurnar í heild sinni hér.

Rétt svar við spurningu vikunnar

Fyrr í vikunni var hleypt af stað nýjum lið, spurningu vikunnar. Spurt var hér á vefnum: Hvaða ár fékk Grundarfjörður kaupstaðarréttindi? Ekki er hægt að kvarta undan lélegri þátttöku, því 122 höfðu svarað spurningunni á föstudagskvöldi. Tíu völdu svarmöguleika a) árið 1662, 71 völdu svarmöguleika b) og sögðu 1786 og 41 völdu svarmöguleika c) árið 1897. Rétt svar er árið 1786.  

Viðbygging leikskólans - gólfplata

Guðmundur Friðriksson og Þ.Gunnar Þorkelsson   Í dag, þann 27. janúar, er verið að steypa gólfplötu í nýbyggingu Leikskólans Sólvalla. Það er Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar sem annast verkið. Nýbyggingin er 173 fm að stærð og fóru um það bil 25 rúmmetrar af steypu í gólfplötuna.   Golfflöturinn er 173 fm

Námskeið fyrir dagforeldra á Snæfellsnesi

Mánudaginn 6. febrúar nk. hefst námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands fyrir fólk sem hefur hug á að taka að sér daggæslu barna í heimahúsum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum og lýkur námskeiðinu miðvikudaginn 22. mars nk.

Á fleygiferð - Vesturland morgundagsins

Rannsóknamiðstöð Viðskiptaháskólans á Bifröst og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa að ráðstefnu um framtíð Vesturlands á Bifröst föstudaginn 27. janúar 2006. Ráðstefnan, sem er öllum opin og ókeypis, hefst kl. 11.00.

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar er nýr liður á Grundarfjarðarvefnum. Alla mánudaga næstu 10 vikurnar munum við setja nýja spurningu á vefinn, um efni sem tengist Grundarfirði eða Snæfellsnesi. Lesendur haka við það svar sem þeir telja rétt. Rétt svar birtist svo á vefnum næsta föstudag á eftir.

Frá áhaldahúsi

Verkstjóri áhaldahúss verður í fríi frá 25. janúar til 8. febrúar. Á meðan svarar skipulags- og byggingarfulltrúi fyrirspurnum í síma 690-4343.   Skipulags- og byggingarfulltrúi

Kynningarfundur með samgönguráðherra

Í kvöld kl. 20:00 verður Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, með kynningarfund á Hótel Ólafsvík.  Á fundinum verður kynnt fjarskiptaáætlun fyrir árin 2005-2010.   Á heimasíðu Samgönguráðuneytisins er hægt að nálgast fjarskiptaáætlunina í heild sinni.