Fjölskyldan saman á tímamótum

  Verum börnunum okkar góð fyrirmyndGleðjumst með börnunum okkar um áramótinGætum barnannaLeyfum ekki eftirlitslaus partý   Íþrótta- og tómstundanefnd

Opnun flugeldasölu björgunarsveitarinnar

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Klakks verður opin í dag föstudag frá kl. 16:00 til kl. 21:00 og á morgun gamlársdag frá kl. 10:00 til 15:00.   Eru Grundfirðingar sem og aðrir hvattir til að kaupa flugelda frá björgunarsveitunum og styrkja þannig gott málefni og jafnframt hjálpa til við að byggja upp öfluga björgunarsveitir á landinu.    

Áramótabrenna í Snæfellsbæ

Áramótabrenna verður tendruð á Breiðinni við Rif að kvöldi 31. des. kl. 20:30. Björgunarsveitirnar í Snæfellsbæ sjá um stórkostlega flugeldasýningu.   Ef veður er vont er hægt að fara inn á vef Snæfellsbæjar til að athuga hvort brennunni hafi verið frestað. 

Bíó í Ólafsvík í dag

Í dag verður hin bráðskemmtilega fjölskyldumynd um félagana Wallace og Gromit sýnd í Ólafsvíkurbíói (Félagsheimilinu Klifi). Sýningin hefst kl. 16:00.  Aðgangseyrir er kr. 600.-   

Gleðileg jól!

Sendum Grundfirðingum og öðrum lesendum bæjarvefjarins hugheilar óskir um gleðilega jólahátíð.     

Grundfirðingar aldrei fleiri!

Íbúum í Grundarfirði fjölgaði um 36 einstaklinga frá 1. desember 2004 til 1. desember 2005. Fjöldi Grundfirðinga er því kominn í 974. Þetta er tæp 4% fjölgun á einu ári. Fjölgun á vesturlandinu öllu var rétt rúmlega 3% en fjölgun á landinu öllu rétt rúm 2%.

Bókasafn Grundarfjarðar

Opið milli hátíðanna nema á annan í jólum. Við óskum viðskiptavinum bókasafnsins og Grundfirðingum öllum gleðilegra jóla og velfarnaðar á nýju ári og þökkum fyrir góð samskipti. Sunna, Salbjörg og Guðbjörg Hr. Jólabók að láni á bókasafninu   

Laus íbúð

Húsnæðisnefnd minnir á að á morgun er síðasti dagur til að sækja um  íbúðina að Sæbóli 44a. Umsóknum þarf að skila á bæjarskrifstofuna á eyðublöðum sem þar fást. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar.   Skrifstofustjóri

Jólatónfundur tónlistarskólans

Jólatónfundur Tónlistarskóla Grundarfjarðar var haldinn fimmtudaginn 15. des sl. í félagsmiðstöðinni Eden. Nemendur fluttu fjölbreytt efni sem þeir hafa æft undanfarið. Notaleg stemming var í Eden og var gestum boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.   Ungir og efnilegir tónlistarmenn í Grundarfirði 

Vatnsveitan lokuð tímabundið

Vegna vinnu við stofnæð vatnsveitu Grundarfjarðar verður lokað fyrir vatnsveituna í dag frá kl. 20:00 og fram eftir nóttu.   Lokunin hefur fyrst og fremst áhrif á eftirfarandi stöðum:   Sveitabærinn Kverná Iðnaðarsvæðið við Kverná Grafarbæirnir fjórir Smábátahöfnin (suðurgarður) Grundargata 4, 6, 7, 8 og 10   Aðrir hlutar bæjarins fá vatn úr miðlunargeyminum fyrir ofan bæinn, á meðan á lokuninni stendur, en þó gæti orðið vart vatnstruflana í öllum bænum þegar líða tekur á nóttina.   Beðist er velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.   Jökull Helgason, skipulags- og byggingarfulltrúi