Viðvera fulltrúa sýslumanns

Frá og með 9. september 2010 verður fulltrúi sýslumanns með viðveru á skrifstofu á lögreglustöðinni að Hrannarstíg frá kl. 10:00 – 13:30 á fimmtudögum, aðra hvora viku.  

Tónlistarskólinn kynnir:

         Sönglist Opið öllum frá 15 ára aldri (10.b) Hóptímar Fullt nám 4 í hóp Hálft nám 2 saman Söngtækni með og án undirspils Framkoma. Tónleikar. Upptökur nemenda á geisladisk Skólagjöld skv. Gjaldskrá Tónlistarskólans (sjá vef Grundarfjarðarbæjar) Skráning hafin í s.430-8560 Kennarar: Linda María Nielsen og Sonja Karen Marinósdóttir Nánari upplýsingar í s.690-9601  

Styrkir til endurglerjunar húsnæðis

Iðnaðarráðuneytið í samvinnu við Orkustofnun/Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis í þeim tilgangi að draga úr orkunotkun og þar með kostnaði við upphitun þess. 

Fótboltaæfingar UMFG.

Fótboltaæfingarnar eftir vetrartöflu UMFG hefjast mánudaginn 6. september nk. Æfingarnar verða úti á meðan veður og gras leyfir. Vinsamlega mætið klædd eftir veðri. Freydís, gsm: 824-0066. 

Frjálsar íþróttir.

Frjálsar íþróttir hjá UMFG. byrja þriðjudaginn 7. september nk. Kristín Halla. 

Símenntunarmiðstöðin á vestulandi

Við hefjum önnina á fríum fyrirlestrum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi..........  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Tónlistarkskólinn byrjar miðvikudaginn 1. september  samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri.

Ungmennafélag Grundarfjarðar auglýsir!

Blakþjálfari. UMFG leitar nú að þjálfara til að þjálfa krakkablak, 6-15 ára (grunnskólaaldur). Nánari upplýsingar gefur Steinar Alfreðsson í síma: 892-1317 eða í gegnum tölvupóst stjf@simnet.is.     Íþróttaskóli. UMFG leitar nú að einstaklingi sem hefur áhuga á að taka við íþróttskóla fyrir börn 1-6 ára (leikskólaaldur). Nánari upplýsingar gefur Lára í síma 868-4474 eða í tölvupóst lm12@visir.is Umsóknir þurfa að berast fyrir 1.sept. UMFG  

Lúsin er komin aftur.

Aftur hefur lúsin látið á sér kræla og viljum við minna foreldra á að kemba hár barna sinna. Til að koma í veg fyrir frekari smit er gott að minna börnin á að setja húfurnar inn í ermarnar á úlpunum svo þær liggi ekki saman á snögunum.

Nýr opnunartími sundlaugar.

Sundlaugin er opin sem hér segir: Virka daga er opið frá 7 - 8 og 16 - 19 Laugardaga er opið frá 13 - 17 Lokað á sunnudögum.