Sendiherra Bandaríkjanna í heimsókn

Nýlega kom í heimsókn til Grundarfjarðar, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hr. Luis E. Arreaga á samt eiginkonu sinni Mary.   Sendiherrahjónin skoðuðu fiskvinnslur G.Run og Soffaníasar Cecilssonar ásamt því að kynna sér starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Sendiherrann er virkur bloggari og hefur sagt frá upplifun sinni frá heimsókninni á bloggsíðu sinni.    

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  11. apríl n.k. Tekið er á móti  tímapöntunum á  Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350.    

Endurauglýst deiliskipulag

1. Deiliskipulag frístundabyggðar að Hálsi, nýtt deiliskipulag íbúðar-         og frístundahúsa, auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   2 .Deiliskipulag sjö lóða fyrir frístundahús að Hjarðarbóli, nýtt          deiliskipulag,  auglýst skv. 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga.   3. Deiliskipulagstillaga fyrir Berserkseyri

Bæjarstjórnarfundur

158. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 21. mars 2013, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins:  

Bókasafn Grundarfjarðar

Bókasafnið verður lokað mánudaginn 18 mars og þriðjudaginn 19. mars vegna námskeiðs. Hægt er að leita eftir upplýsingaþjónustu með tölvupósti í bokasafn (hjá) grundarfjordur.is.      

Karlakaffi

Við viljum minna á karlakaffið í dag klukkan 14.  í húsi Verkalýðsfélagsins Borgarbraut 2.   Allir karlar velkomnir.   

Breski sendiherrann í heimsókn

Breski sendiherrann á Íslandi, Stuart Gill, kom í heimsókn til Grundarfjarðar í dag og kynnti sér starfsemi tveggja fyrirtækja, þ.e. Soffaníasar Cecilssonar og FISK; auk þess sem hann skoðaði Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Að þessu loknu fór hann í hvalaskoðun með Láka Tours.   Sendiherrann vildi kynna sér Grundarfjörð en fjöldi breskra ferðamanna hefur komið hingað í skipulögðum ferðum í vetur í hvalaskoðun. Þá hafði hann sérstakan áhuga á að sjá starfsemi sjávarútvegsfyrirtækja.   Það er okkur Grundfirðingum mikill heiður að fyrirsvarsmenn erlendra ríkja á Íslandi hafi sérstakan áhuga á að kynna sér atvinnulíf og mannlíf í Grundarfirði.  

Bókasafnið lokað vegna veðurs

Miðvikudaginn 6. mars. Verð við tölvuna heima og svara bæði tölvupósti (bokasafn @ grundarfjordur.is) og í síma 438 6797 eða gsm 895 5582.  Kíkið á Facebook. Sunna.

Stuðningsfjölskyldur

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir stuðningsfjölskyldum á Snæfellsnesi til samstarfs við stofnunina og félagsmálanefnd Snæfellinga.   Viðfangsefni:  Tímabundin viðtaka og umönnun skjólstæðinga FSS, sbr. lög og reglugerðir um málefni barnarverndar, þ.m.t. úrræði á vegum aðildarsveitarfélaga FSS.   Umsóknir berist undirrituðum sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar.   Sveinn Þór Elinbergsson, forstm. Klettsbúð 4,  360 Snæfellsbæ s. 430 7800.; sveinn@fssf.is    

Viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga

Laugardagurinn 23. mars er viðmiðunardagur kjörskrár vegna alþingiskosninga sem hafa verið auglýstar þann þann 27. apríl n.k. http://www.innanrikisraduneyti.is/frettir/nr/28446 Á kjörskrá skal taka alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitarfélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fimm vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1. gr. kosningalaga.   Þjóðskrá Íslands vill af þessu tilefni minna á nauðsyn þess að íbúaskráningin sé sem réttust. Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 23. mars 2013 mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn. Þetta þýðir að tilkynningar um lögheimilisbreytingar þurfa að berast í síðasta lagi 22. mars eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.