Skipun í embætti skólameistar Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Menntamálaráðherra hefur skipað Guðbjörgu Aðalbergsdóttur í embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga til fimm ára frá 1. janúar 2004 að telja. Guðbjörg hefur starfað við Fjölbrautaskóla Suðurnesja frá árinu 1994 og hefur gengt starfi áfangastjóra frá 1998. Átta umsóknir bárust um embættið sem sendar voru skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga til umsagnar og tillögugerðar skv. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996. Skólanefndin mælti í umsögn sinni til menntamálaráðherra einróma með því að Guðbjörgu yrði veitt embættið.

Undirritun samninga um stofnun Fjölbrautskóla Snæfellinga

Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra, og fulltrúar sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi undirrituðu síðast liðinn föstudag samstarfssamning um húsnæði nýs framhaldsskóla, Fjölbrautaskóla Snæfellinga, sem tekur til starfa í Grundarfirði næsta haust.  

Fjármögnun byggingaframkvæmda

Jeratún ehf. eignarhaldsfélag sveitarfélaganna á norðanverðu Snæfellsnesi hefur gengið frá samningum við Landsbanka Íslands um skuldabréfaútboð vegna fjármögnunar byggingaframkvæmda.  

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar 2004

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar og stofnana voru samþykkt á fundi bæjarstjórnar 11. desember síðastliðin.   Gert er ráð fyrir að heildartekjur bæjarsjóðs verði 306 millj. kr. Skatttekjur eru áætlaðar 270,4 millj. kr. eða 88,36% af heildartekjum  

Fyrsta skóflustunda að byggingu Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag tók samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson fyrstu skóflustungu að byggingu Fjölbrautarskóla Snæfellinga sem rísa mun í miðbæ Grundarfjarðar. Byggingin verður reist af Eignarhaldsfélaginu Jeratúni ehf. sem sveitarfélögin á norðanverðu Snæfellsnesi standa að. Bygginganefnd hússins hefur gert samning við hóp verktaka úr Stykkishólmi og Helgafellssveit um jarðvegsskipi. Þau eru EB-vélar ehf., Stefán Björgvinsson, BB og synir ehf. og Velverk ehf. Fyrirhugað er að útboð uppbyggingar hússins verði auglýst um miðjan janúar.  

Viðburðaskipti "Usevenue"

Ísafjarðarbær og Héraðsnefnd Snæfellinga eru meðal þátttakenda í nýju verkefni um svokölluð viðburðaskipti sem ber nafnið "Usevenue" og er styrkt af Norðurslóðaáætlun Evrópusambandsins. Auk þeirra taka þátt sveitarfélögin Storuman í Svíþjóð, Aviemore í Skotlandi og Hyrynsalmi í Finnlandi en þaðan er hugmyndin að verkefninu komin.  

Umsóknir um hlutdeild í byggðakvóta

Grundarfjarðarbæróskar eftir umsóknum í byggðakvóta sem úthlutaður hefur verið til Grundarfjarðar. Úthlutað verður eftir úthlutunarreglum er bæjarstjórn hefur sett og staðfest af sjávarútvegsráðherra.  

Íþróttaskóli fellur niður 18. des.

Íþróttaskólinn fellur niður þann 18. desember vegna mikilla (jóla)anna.  Íþróttaálfarnir (Iðunn og Freydís) óska öllum krökkunum gleðilegra jóla og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á nýju ári. 

Síðustu æfingar fyrir jól.

Síðustu æfingar fyrir jólafrí verða föstudaginn 19. desember.   Þjálfarar óska öllum íþróttaálfum gleðilegra jóla. 

Opið bréf til hundaeigenda í Grundarfirði

Opið bréf til hundaeigenda í Grundarfirði, - hundahreinsun þann 16. desember n.k.   Að marggefnu tilefni vil ég minna á nokkur mikilvæg atriði sem hundaeigendum ber að hafa í huga. Í Grundarfirði er í gildi “samþykkt um hundahald í Grundarfirði” sem staðfest er af Umhverfisráðuneytinu þann 7. maí 2002.  Þar kemur ótvírætt fram að leyfi þarf til að fá að halda hund í þéttbýli Grundarfjarðar.