Góð gjöf

  Kristbjörg Ásta Viðarsdóttir fékk 2. verðlaun í Stóru upplestrarkeppninni í 7 bekk veturinn 2011-2012. Keppnin fór fram í Ólafsvíkurkirkju í mars 2012. Hún kom á bókasafnið í sumar og færði bókasafninu að gjöf inneignarkort frá Eymundsson sem henni var fært sem viðurkenningu fyrir góðan upplestur.   Fyrir hönd Bókasafns Grundarfjarðar þakka ég góða gjöf og vona að þessar bækur komi okkur öllum að góðum notum.     Sunna. Bækurnar sem keyptar voru eru Hárið eftir Theodóru Mjöll og Frábært hár eftir Írisi Sveinsdóttur, Förðunarhandbókin útg. 2012 og Stelpur geta allt eftir Kristínu Tómasdóttur.     

Fundur bæjarfulltrúa með nemendum

Síðustu tvö ár hefur bæjarstjórn boðið grundfirskum nemendum sem stunda nám á háskólastigi eða verknám utan Grundarfjarðar, á óformlegan spjallfund í jólafríinu. Fundurinn í ár verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 27. desember, kl. 16.30.Tilgangur fundarins er að koma á samræðu milli nemenda og bæjarfulltrúa, heyra af því sem nemendur eru að fást við, ræða tækifæri og leyfa hugmyndum að kvikna. Að þessu sinni verður samræða í litlum hópum, nemar og bæjarfulltrúar í bland og síðan rætt sameiginlega um það sem kemur frá hópunum. Vonast er eftur að sjá sem flesta!   

Opnunartími bæjarskrifstofu um jólin

Yfir jól og áramót verður opnunartími bæjarskrifstofunnar sem hér segir:   24. desember - lokað 27. desember - opið kl. 10-14 28. desember - opið kl. 10-14 31. desember - lokað 2. janúar - lokað  

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 21. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 15.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir.   Skólameistari.   

Fjárhagsáætlun 2013

Á bæjarstjórnarfundi 13. desember var fjárhagsáætlun ársins 2013 samþykkt. Í bókun bæjarstjórnar á fundinum segir:   Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar vegna ársins 2013 er lögð megináhersla á að lækka skuldir. Hlutfall skulda af tekjum er nú 212%, en á samkvæmt sveitarstjórnarlögum að vera að hámarki 150%. Á árinu er gert ráð fyrir að greiða skuldir niður um 60 millj. kr. umfram lántökur. Með þessu er áætlað að skuldahlutfall verði undir 200% við árslok 2013 en það fór hæst yfir 250% árin 2009 og 2010. Gerð hefur verið áætlun um að ná lögbundnu hámarki innan 10 ára eins og reglugerð kveður á um.  

Jólabingó

Jólabingó, fyrir alla fjölskylduna, á vegum Félags eldri borgara er á morgun laugardag kl 15 í Samkomuhúsinu. Góðir vinningar. Spjaldið kostar kr. 600 og tvö spjöld fyrir 1.000.- Allir eru velkomnir  

íbúafundur um fjármál Grundarfjarðar

Á íbúafundi sl. þriðjudag var farið yfir fjárhagsmál sveitarfélagsins og úttekt sem gerð hefur verið á rekstrinum.   Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur sem vann skýrslu um fjármál sveitarfélagsins kynnti niðurstöður og samanburð við önnur sveitarfélög. Um 40 manns sóttu fundinn. Glærur Haraldar frá fundinum eru hér meðfylgjandi.   Glærur frá fundinum.  

Grunnskóli Grundarfjarðar

Litlu-jólin verða miðvikudaginn 19. desember. Kennt verður til 12:30 en litlu jólin hefjast kl. 14:00.Allir koma með lukkupakka á verðbilinu 500 – 700 kr. Boðið verður upp heitt kakó og nemendur mega koma með smákökur. Áætlað er að litlu-jólunum verði lokið um kl. 15:30. Heilsdagsskóli verður opinn til kl. 14:00 þennan dag.   Nemendur mæti í skólann á nýju ári föstudaginn 4. janúar kl. 8:00 og verður kennt samkvæmt stundaskrá.  

Úttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar

Á íbúafundi í gær, 11. desember, var kynnt úttekt Haraldar L. Haraldssonar á rekstri Grundarfjarðarbæjar.   Nálgast má skýrsluna hér að neðan og einnig undir flipanum Stjórnsýsla - fjármál.   Einnig er hér að finna viðbrögð Grundarfjarðarbæjar við tillögum Haraldar.   Úttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar. Viðbrögð við tillögum.

Bæjarstjórnarfundur

155. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 13. desember 2012, kl. 16:30   Dagskrá fundarins: