Síðustu tvö ár hefur bæjarstjórn boðið grundfirskum nemendum sem stunda nám á háskólastigi eða verknám utan Grundarfjarðar, á óformlegan spjallfund í jólafríinu. Fundurinn í ár verður haldinn í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 27. desember, kl. 16.30.Tilgangur fundarins er að koma á samræðu milli nemenda og bæjarfulltrúa, heyra af því sem nemendur eru að fást við, ræða tækifæri og leyfa hugmyndum að kvikna. Að þessu sinni verður samræða í litlum hópum, nemar og bæjarfulltrúar í bland og síðan rætt sameiginlega um það sem kemur frá hópunum. Vonast er eftur að sjá sem flesta!