Laus störf í heimaþjónustu

  Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfskrafti til að annast heimilishjálp í afleysingum í Grundarfjarðarbæ. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Vinnutími eftir samkomulagi. Laun greidd skv. samningum SDS Frekari upplýsingar veitir Helga Guðjónsdóttir, ráðgjafi í síma 430-7800 eða í tölvupósti, helga@fssf.is Umsóknir berist Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4,  Hellissandi, sími 430 7800 eða á netfangið helga@fssf.is  fyrir 15. júlí 2013   Forstöðumaður  

Bókasafn Grundarfjarðar í sumar

Vefsíða bókasafnsins Ég verð í fríi fyrri hluta sumars en hef opið á fimmtudögum kl. 13-18 þegar ég er heima og er ekki vant við látin. Gott er að fylgjast með viðburðadagatalinu á bæjarsíðunni og auglýsingatöflunni í Samkaupum.  Bókum má skila á bæjarskrifstofuna. Bókasafnið verður flutt frá Borgarbraut 16 eftir 1. september. Munið Facebooksíðu bókasafnsins.       Gaman væri að fá tillögur um nýja staðinn og umræður um þær. Við gerum þetta best saman. Svo má bara senda mér tölvupóst eða spjalla á förnum vegi.                           Eigið gott sumar. Sunna.

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní - dagsskrá

Hér má sjá dagsskrá þjóðhátíðardagsins 17. júní 2013 ásamt því sem boðið verður upp á um helgina. 

Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Líkt og síðustu ár býður Grundarfjarðarbær lífeyrisþegum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar. Umsóknareyðublöð um garðslátt liggja á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma.   Gjaldskrá Umsóknareyðublað   Allar nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Grundarfjarðarbær  

Bæjarstjórnarfundur

161. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 13. júní nk. kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: 

Styrkir til bættrar einangrunar - Átaksverkefni

Atvinnuvega- og Nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Um styrk getur sótt hver sá eigandi húsnæðis sem fær húshitunarkostnað sinn niðurgreiddan úr ríkissjóði. Við mat á umsóknum verður horft til orkunotkunar húsnæðis og núverandi ástands einangrunar. Forgang hafa verkefni þar sem orkunotkun er mikil í samanburði við viðmiðunargildi. Upphæð styrks miðast við 50% af efniskostnaði við steinullarkaup auk flutningskostnaðar. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Orkuseturs www.orkusetur.is Nánari upplýsingar fást í síma 569 6085. Einnig er hægt að hafa samband við Orkusetur á netfanginu sif@os.is Umsóknarfrestur er til 28.06.2013  

Fulltrúi sýslumanns

Fulltrúi sýslumanns Snæfellinga verður í Grundarfirði á skrifstofu, á lögreglustöðinni að Hrannarstíg annan hvorn fimmtudag frá kl. 10:00 - 13:30 í sumar þessa mánaðardaga: 13. júní 27. júní 11. júlí 25. júlí 1. ágúst 15. ágúst 29. ágúst  

Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið laugardagin 8. júní kl 11:00.  Hlaupið hefst við íþróttahúsið 11:10 og vegalengdir eru frjálsar en þáttakendur mega ganga, rölta, skokka, allt eftir vilja hvers og eins.  Ef veðrið verður leiðinlegt þá fáum við að lauma okkur inn í íþróttahús og fara í skemmtilega leiki. Boli er hægt að nálgast hjá Kristínu H. inn í Gröf fyrir hlaupið og konur eru hvattar til að fjárfesta sem fyrst í þeim.  Bolir fyrir börn undir 12 ára kosta 1000 kr. en stærri stærðirnar kosta 1500 kr. Grundarfjarðarbær býður hlaupaskvísunum síðan í sund eftir hlaupið.  

Hverfastjórar Á góðri stund 2013

Hverfastjórar hátíðarinnar Á góðri stund 2013 eru beðnir um að gefa sig fram við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Höddu í síma: 860-0736. 

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennara. Námsgreinar   Stöðuhlutfall Raungreinar    100%   Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.