Sundlaugin opin um helgina

Vegna fjölmargra beiðna hefur verið ákveðið að hafa sundlaugina opna um næstu helgi, 2.-4. september.   Sundlaugin verður opin sem hér segir: Föstudag 2. sep., kl. 16-19  Laugardag 3. sep., kl. 10-16 Sunnudag 4. sep., kl. 10-16

Nýr útivistartími barna og unglinga

1. september tekur gildi nýr útivistartími fyrir börn og unglinga eftir lengri útivistartíma í sumar.   Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum.   Börn, 13 til 16 ára, skulu að sama skapi ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.   Aldurstakmörkin miðast við fæðingarár.   Mikilvægt er að foreldrar og forráðamenn  sýni samstöðu og  gæti þess að börn þeirra virði útivistartímann.

Laust starf í íþróttahúsi.

Óskað er eftir starfsmanni til starfa í Íþróttahúsi Grundarfjarðar 2 - 3 kvöld í viku frá 7. september nk. Nánari upplýsingar gefur Svanur í síma: 899-8295. 

Busavígsla í FSN.

  Hápunktur busavígslunnar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga er í dag. Eldri bekkingar fór í göngutúr um bæinn með busana sem klæddir voru í svarta ruslapoka og vel smurðir af óþekktum efnum. Sást þó til eldribekkinga þar sem þeir voru að smyrja busana með skyri og vatni var óspart sprautað á þá. Hér má sjá fleiri myndir. 

Fjölþraut í Borgarnesi.

Frjálsíþróttadeild Skallagríms býður til fjölþrautamóts á Skallagrímsvelli laugardaginn 3. september 2011 klukkan 12.00. Þeir sem hafa áhuga á að skella sér á þetta sniðuga fjölþrautamót eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Kristínu H. í síma: 899-3043 til að skrá sig. Hér má sjá auglýsingu fyrir mótið.

Leiklistarnámskeið!

Leikklúbbur Grundarfjarðar stendur fyrir leiklistarnámskeiðum sem hefjast í þessari viku. Öllum er frjálst að taka þátt.   Leiklistarnámskeið fyrir 1.-7. bekk, 5.-14. sept frá kl 17-19 3x í viku. Lýkur með sýningu. Skráning og nánari upplýsingar á leikklubbur@gmail.com. Kári Viðarsson sér um námskeiðið en námskeiðið er á vegum Leikklúbbs Grundarfjarðar. Við hvetjum alla til að skrá sig. 3.000 kr. á barn 50% systkinaafsláttur.   Leiklistarnámskeið fyrir fullorðna. 31. águst til 8. september 3x í viku frá kl 20-22.30. Útfrá námskeiði eru 6 leikarar valdir í uppsetningu á Sköllóttu söngkonunni sem frumsýnd verður í okt. Verð 3.000 kr. 50% afsláttur fyrir hjón (annað borgar 1.500 kr.). Skráning og nánari upplýsingar á leikklubbur@gmail.com. Kari Vidarsson sér um námskeiðið en námskeiðið er á vegum Leikklúbbs Grundarfjarðar.   Kveðja Stjórnin

Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða

Á fundi bæjarráðs 26. ágúst 2011 var samþykkt meðfylgjandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða:      

Tilkynning frá Leikklúbbnum!

Á miðvikudaginn hefjast leiklistarnámskeið hér í Grundarfirði. Um er að ræða tvö námskeið, eitt fyrir börn og annað fyrir fullorðna.   Frekari upplýsingar er að finna á fésbókinni undir Leikklúbbur Grundarfjarðar og einnig má senda fyrirspurnir á póstfangið leikklubbur@gmail.com.   Stjórn Leikklúbbs Grundarfjarðar 

Rökkurdagar á næsta leiti

Undirbúningsvinna fyrir Rökkurdaga er hafin, en þeir verða haldnir síðustu vikuna í október. Þeir sem eru með skemmtilegar hugmyndir eða ábendingar eru beðnir um að koma þeim til formanns menningar- og tómstundanefndar hið snarasta(Obba: torbjorg@grundarfjordur.is / 847-1739).   Menningar- og tómstundanefnd.  

Vetrarstarf Tónlistarskóla Grundarfjarðar að hefjast