Flugeldasala

Flugeldasalan er opin í dag frá 13 til 21 og á gamlársdag frá 10-16. Salan er í björgunarsveitarhúsinu. Flottar bombur og gott verð.   Björgunarsveitin Klakkur

Tilkynning frá bæjarskrifstofunni.

Bæjarskrifstofan verður lokuð,  þriðjudaginn  2. janúar 2007, vegna áramótatiltektar. Við óskum Grundfirðingum farsæls komandi árs.   Starfsfólk bæjarskrifstofu.

Ofsaveður og tryggingar

  Eðlilega hefur skapast mikil umræða í bænum um það hvernig tryggingar taka á málum sem upp koma í kjölfar ofsaveðurs eins og þess sem geisaði hér aðfararnótt og snemma morguns þ. 23. desember sl.  Hér á eftir verður minnst á nokkur atriði sem umræða hefur verið um:

Firmamót blakdeildar UMFG

Blakdeild UMFG heldur sitt árlega firmamót í íþróttahúsinu í dag, 28. desember, og hefst mótið kl. 17.30. Grundfirðingar eru hvattir til þess að mæta í stúkuna og taka þátt í fjörinu. Fimm lið eru skráð til leiks og er áætlað að mótið standi fram til kl. 22:00 í kvöld.  

Tveir nýir starfsmenn á bæjarskrifstofu

Í byrjun desember tók nýr skrifstofustjóri, Indriði Indriðason, til starfa á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar. Indriði er viðskiptafræðingur og tók við starfinu af Birni Steinari Pálmasyni sem sinnt hefur starfinu síðan 1. maí 2003. Í dag, 28. desember, hóf Andrés B. Guðnason, viðskiptafræðingur, störf sem aðalbókari/ritari á bæjarskrifstofunni. Hann tekur við af Helgu Hjálmrós Bjarnadóttur sem sinnt hefur starfinu síðan í maí 2004 og lætur af störfum þann 1. mars nk. Þeir Indriði og Andrés eru boðnir velkomnir til starfa hjá Grundarfjarðarbæ.

Gleðileg jól!

Sendum Grundfirðingum öllum, nær og fjær, hugheilar óskir um gleðileg jól með von um farsæld og gæfu á komandi ári 2007. Um leið eru færðar þakkir fyrir samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða.   Bæjarstjórn og starfsfólk Grundarfjarðarbæjar.  

Opnunartími gámastöðvar um hátíðirnar

Milli  jóla og nýárs verður hefðbundinn opnunartími á gámastöinni, þ.e. virka daga kl. 16.30-18.00 og laugardaga kl. 10.00-12.00. Lokað er á jóladag, annan í jólum og á nýársdag. 

Aðvörun!

Spáð er miklu hvassviðri í nótt og í fyrramálið. Ef spár ganga eftir má búast við að veðrið verði í hámarki um kl. 6 í fyrramálið (Þorláksmessu). Björgunarsveitin verður í viðbragðsstöðu í nótt og þar til veðrið gengur yfir.   Ef aðstoðar er þörf vegna veðursins er fólk beðið að hringja í Neyðarlínuna í síma 112.

Mannfjöldi 1. desember 2006

Hagstofa Íslands sendi frá sér í morgun frétt um mannfjölda 1. desember 2006. Heildarfjöldi íbúa í Grundarfirði var 954 þar af 462 konur og 492 karlar. Sjá nánar um mannfjölda á vef Hagstofu Íslands. Meðfylgjandi tafla sýnir þróun íbúafjölda á Snæfellsnesi sl. 10 ár.    

Jólatónleikar Tónlistarskólans

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar voru haldnir þann 14.desember sl. í sal skólans fyrir fullu húsi. Boðið var upp á heitt kakó og smákökur við kertaljós og notalega stemmningu. Í skólanum eru 115 nemendur og komu u.þ.b. 50 þeirra fram að þessu sinni. Efnisskráin var að mestu byggð á jólatónlist en inn á milli voru flutt lög úr ýmsum áttum.   Skólahljómsveit Tónlistarskóla Grundarfjarðar   Að lokum kom svo fram skólahljómsveit tónlistarskólans sem skipuð er eldri nemendum skólans og þeim sem lengra eru komnir í námi. Skólahljómsveitin var stofnuð sl. haust og hefur reglulegar æfingar einu sinni í viku.  Í haust og fram eftir vetri voru æfð lög úr ýmsum áttum sem síðar verða flutt en undanfarnar vikur hefur hljómsveitin undirbúið þá jóladagskrá sem flutt var á tónleikunum. Gjaldgengir meðlimir í skólahljómsveitina eru aðallega þeir sem þykja skara fram úr í tónlistarnámi, eru stundvísir og áreiðanlegir. Markmið sem allir nemendur skólans ættu að stefna að. Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.   Skólastjóri