Auglýsing á tillögu að nýju deiliskipulagi „Framnesi austan við Nesveg” í Grundarfjarðarbæ

Samkvæmt samþykkt bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar þ. 4. júlí 2007 er hér með auglýst tillaga að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg skv. 25. gr. laga nr. 73 / 1997 m.s.br.  Skipulagssvæðið afmarkast af Nesvegi og nýrri götu „Bryggjuvegi”.  Deiliskipulagstillagan nær til lóðanna nr. 4 - 14 við Nesveg.  Skipulagsreitir í tillögunni eru R6 og R9.  Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér breytingar á stærðum lóða og breytingu á blandaðri notkun lóða á skipulagssvæðinu.  Deiliskipulagstillagan er í samræmi við samþykkta landnotkun í aðalskipulagi þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003 - 2015.   Tillagan verður til sýnis á heimasíðunni og á bæjarskrifstofunni Grundargötu 30, Grundarfjarðarbæ, frá og með 6. september til og með 4. október 2007. Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til fimmtudagsins 18. október 2007.  Skila skal skriflegum athugasemdum til umhverfisnefndar Grundarfjarðarbæjar á skrifstofu bæjarins.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna teljast henni samþykkir.   Hér má sjá tillögu að deiliskipulagi Framness austan við Nesveg   Grundarfjarðarbæ, 6. september 2007, Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður. __________________________________ Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri.    

Almennt útboð

Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk; Niðurföll og fráveita við Ölkelduveg og Hrannarstíg.   Byggingafulltrúinn í Grundarfirði óskar eftir tilboði í lagnir, gröft og tilheyrandi í ofangreint verk.   Um er að ræða nýjar lagnir fyrir fráveitu og niðurföll ásamt greftri og frágangi.   Verkkaupi óskar eftir að hafist verði handa við verkið sem allra fyrst.   Magnskrá liggur fyrir og í tilboðinu skal gefa upp einingarverð  Í einingaverðum tilboðsins skal vera innifalinn allur kostnaður við verkið s.s. gröftur, lagning kerfis, tengingar og frágangur og allt efni og öll vinna sem verktaki telur sig þurfa við verkið og frágangur allur að verki loknu.

LANDAÐUR AFLI Í GRUNDARFJARÐARHÖFN Í JÚLÍ

Júlí 2007 í samanburði við júlí 2006, 2005 og 2004 Aflinn sundurliðaður eftir tegundum bæði árin.                     Tegundir 2007   2006   2005   2004                         Þorskur 119.804   Kg 147.188    Kg 151.781  Kg 33.194  Kg   Ýsa 213.862   Kg 201.963    Kg 136.346  Kg 11.656  Kg   Karfi 281.654   Kg 223.183    Kg 368.566  Kg 84.273  Kg   Steinbítur 14.649   Kg 12.002    Kg 10.630  Kg 479  Kg   Ufsi 134.243   Kg 260.730    Kg 68.967  Kg 23.856  Kg   Beitukóngur 87.695   Kg 40.895    Kg 101.026  Kg 32.910  Kg   Rækja 5.725   Kg 5.334    Kg    Kg 385.170  Kg   Langa  1.491   Kg 1.353    Kg 1.831  Kg 345  Kg   Sæbjúgu 0   Kg 0    Kg 38.281  Kg    Kg   Gámafiskur 454.019   Kg 812.852    Kg 215.688  Kg 82.874  Kg   Aðrar tegundir  27.283   Kg 16.641    Kg 17.075  Kg 2.829  Kg                                           Samtals 1.340.425  Kg  1.722.141  Kg  1.110.191  Kg  657.586  Kg                       Afli fyrstu 7 mánuði  11.830 tonn 12.618 tonn 14.065 tonn   9.095 tonn                           Það sem stendur á bak við gámafisk er  að stærstum hluta ýsa - steinbítur og þorskur    HG        

Starfsmaður óskast í félagsstarf eldri borgara

Hugmyndarík manneskja óskast til að sjá um handavinnu með  eldri borgurum einu sinni í viku í vetur. Áhugasamir hafið samband við bæjarskrifstofu, grundarfjordur@grundarfjordur.is eða í síma 4308500.  

Laus störf í heimaþjónustu

Félags og skólaþjónusta Snæfellinga leitar eftir starfsfólki í hluta störf til að annast heimilishjálp í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi.    Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Vinnutími eftir samkomulagi og laun greidd skv. samningum SDS   Upplýsingar veittar hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga Klettsbúð 4, Hellissandi sími 430 7800   www.fssf.is  -  fssf@fssf.is

Laus staða ráðsmanns

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um starf ráðsmanns.  Starfið er við umhirðu, varðveislu, minniháttar viðhald og aðstoð við mat á ástandi eigna og búnaðar fyrir gerð fjárhagsáætlana.  Daglegur starfstími skiptist á milli fastrar viðveru og verkefna undir stjórn skólastjóra í grunnskóla og í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar og svo við verkefni tengd öðrum fasteignum og búnaði undir stjórn skipulags- og byggingafulltrúa.  Áherslur í starfinu eru mismunandi á milli tímabila og geta hlutföll í skiptingu vinnutíma verið breytilegar innan og utan við starfstíma grunnskólans.  Samstarf og samráð eru við starfsmenn í áhaldahúsi Grundarfjarðarbæjar og forstöðumenn allra stofnana bæjarins.  Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt en einnig undir verkstjórn næstu yfirmanna.  Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun, en er ekki skilyrði.   Launakjör fara eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og starfsmannafélaga sveitarfélaga.   Óskað er eftir því að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.   Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst n.k.    Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar og í síma 430-8500. 

Vetrarstarf Tónlistarskóla Grundarfjarðar að hefjast

Innritun í Tónlistarskóla Grundarfjarðar lýkur í næstu viku.  Minnt er á að unnt er að sækja um skólavist á tonskoli@grundarfjordur.is og í síma 430-8560.  Starfsdagar kennara verða í næstu viku við undirbúning að kennslu vetrarins.  Kennarar munu sækja svæðisþing tónlistarskóla á Vesturlandi sem fram fer í Háskólanum á Bifröst föstudaginn 31. ágúst n.k.  Kennsla samkvæmt stundaskrá hefst mánudaginn 3. september n.k.  Nemendum og starfsfólki tónlistarskólans eru færðar óskir um gott og farsælt skólastarf á komandi vetri.

Blaða- og fernutunnur við búð

Af gefnu tilefni er fólk beðið að virða merkingar á tunnum við Samkaupsverslunina og setja fernur í fernutunnu og blöð í blaðatunnu. 

Vetrartíminn á bókasafninu

Bókasafn Grundarfjarðar byrjar vetrarvinnuna mánudaginn 20. ágúst. Þá er alltaf opnað kl. 15:00 virka daga en starfsfólk er við vinnu fyrir hádegi og hægt að nálgast það á bókasafninu eða með tölvupósti bokasafn (hjá) grundarfjordur.is. Síminn er 430 8570 eða sími grunnskólans s. 430 8550. Bókasafnið veitir nemendum Fjölbrautaskóla Snæfellinga og öðrum nemendum úr byggðarlaginu aðstoð og fyrirgreiðslu eftir föngum. Upplýsingaþjónusta, safnfræðsla, efnisskrár, myndir af safnkostinum, verkefni bókasafnsins, afþreying o.fl.