Ársskýrsla 2001 - 2002

Ársfundur Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar, haldinn 27. júlí 2002.   Skýrsla stjórnar.   Með þessum ársfundi lýkur þriðja starfsári Eyrbyggja. Síðasti ársfundur var ,,Á góðum dögum í Grundarfirði” fyrir ári síðan. Í núverandi stjórn eru Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Hildur Mósesdóttir og Ólafur Hjálmarsson.  Að venju hefur stjórnin fundað reglulega fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 20 , fyrst í kaffiteríunni í Perlunni í Reykjavík en síðan fluttum við okkur yfir á Grand Hótel.  Mjög kröftugt starf var á síðasta ári hjá ýmsum vinnunefndum Eyrbyggja.  

Aðalfundur 2002

Ársfundur Eyrbyggja 27. júlí 2002 haldinn í Hótel Framnesi í Grundarfirði.   Fundarmenn fengu á fundinum í hendur skýrslu stjórnar.  Fundarmenn voru 21 talsins.   Gísli Karel Halldórsson, formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar setti fundinn kl. 16:05.  Hann stakk upp á Höllu Halldórsdóttur sem fundarstjóra og var það samþykkt.  Halla tók síðan við stjórn fundarins.  Niðurstaðan á könnun lögmætis  fundarins var að rétt væri til hans boðað.  Fundurinn var bæði auglýstur í Þey og í dagskrá hátíðarinnar, Ágóðri stund í Grundarfirði. Fundarstjóri stakk upp á Laufeyju B. Hannesdóttur sem fundarritara og var það samþykkt.  Síðan var gengið til dagskrár.

34. Stjórnarfundur

34. stjórnarfundar Eyrbyggja 1. júlí 2002  kl 19:30 á Nesjavöllum.   Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ólafur Hjálmarsson, Gísli Karel Halldórsson, Freyja Bergsveinsdóttir, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Elísa A. Friðjónsdóttir, Hrönn Harðardóttir, Bjarni Guðnason, Kristinn Grétarsson, Aðalsteinn Gunnarsson, Jóhann Jón Ísleifsson, Emilía Karlsdóttir.