Átakið ALLIR LESA

Landsleikurinn ALLIR LESA fer fram í fyrsta sinn 17. október til 16. nóvember 2014 og lýkur honum því á degi íslenskrar tungu. Það eru mínúturnar sem gilda. Þetta er því ekki hraðlestrarkeppni, fólk getur notið þess að lesa í rólegheitunum. Allan október er Lestrarhátíð helguð ritlist og smásögum undir heitinu TÍMI FYRIR SÖGU. Nestisboxið er smásagnasafn á vef Bókmenntaborgarinnar og margt fleira. Hægt er að fylgjast með á Facebook, Twitter og YouTube.   Vinahópar, vinnufélagar, fjölskyldur, áhafnir skipa, saumaklúbbar og skólabekkir og margir fleiri hópar geta skráð sig á 'ALLIR LESA' eftir 17. október.   Bókasafn Grundarfjarðar styður átakið.

Umsóknir um styrki árið 2015

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2015. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2015 sendi beiðni þess efnis á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is Í umsókn skal koma fram fjárhæð þess styrks sem óskað er eftir ásamt stuttri greinargerð.   Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 15. október 2014.   

Rökkurdagar 2014

Nú er runninn upp sá árstími sem að Rökkurdögum er fagnað hér í bæ. Eins og þið sjáið hér er dagskráin fjölbreytt í ár. Lagt var upp með að sem flestir bæjarbúar geti fundið eitthvað við sitt hæfi og notið góðra stunda í heimabyggð.   Eins og áður eru bæjarbúar hvattir til þess að láta loga á útikertum á meðan að hátíðin stendur yfir.   Góða skemmtun á Rökkurdögum      

Ljósmyndasamkeppnin framlengd til 31. október.

Þar sem að afar fáar myndir höfðu borist í ljósmyndasamkeppnina þann 30. september var ákveðið á fundi menningarnefndar þann 2. október að lengja frestinn til 31. október. Verðlaunaafhendingin og myndasýning mun fara fram á árlegum aðventudegi kvenfélagisns í desember.   Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér.