5 ára afmæli!

Vinahúsið á afmæli miðvikudaginn 19. nóvember. Í tilefni dagsins verður opið hús í Sögumiðstöðinni frá kl.16-18. Kynning á starfsemi Vinahússins í Bæringsstofu. Kaffi, gos og veitingar.   Verið hjarnalega velkomin.   Vinahúsateymið Rauði krossinn Grundarfirði.  

Bókaverðlaun barnanna 2014

  Val á bestu barnabókunum í Grundarfirði var kynnt á nýju bókasafni í Grunnskóla Grundarfjarðar í morgun. Dregið var úr innsendum seðlum og fengu Daniel Emmanuel K. Kwakye í fyrsta bekk og Anita Sól Valdimarsdóttir í 6. bekk glaðning fyrir þátttöku í vali bestu bókar ársins 2013. Öllum sem tóku þátt er þakkað fyrir góða þátttöku. Sjá fréttatilkynningu.

Hundaeigendur athugið

Við minnum hundaeigendur vinsamlega á að hirða upp hundaskít eftir sína hunda.   Hreinn bær = betri bær!  

Augnlæknir og háls-nef og eyrnalæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni miðvikudaginn 26. nóvember.   þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði 5. desember.    

Ræstingastarf

Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða sem fyrst starfsmann til að sinna ræstingu á einni af húseignum bæjarins. Um er að ræða 2 klst. á viku. Vinnutími er sveigjanlegur.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða á netfangi grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk.   Umsóknareyðublað  

Íbúð til leigu

Grundarfjarðarbær hefur til leigu 3ja herbergja íbúð í parhúsi. Íbúðin er 90 ferm. og er laus frá 1. desember nk.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 20 nóvember 2014.  

Viltu auka líkur þínar á að fá styrk úr innlendum sjóðum?

Sjá nánar hér.   

Viltu fá starfsreynslu og vel leyst lífsverkefni metin til framhaldsskólaeininga?

Sjá nánar hér.  

G. Run hlýtur Vitann 2014

G. Run hlaut á dögunum viðurkenningu Morgunblaðsins, Vitann. Morgunblaðið veitir 10 vaxtabroddum í íslensku atvinnulífi viðurkenninguna.  í umfjöllun Morgunblaðsins um G. Run segir meðal annars að fyrirtækið sé stólpi atvinnulífs í sinni heimabyggð. Grundarfjarðarbær óskar G. Run til hamingju með viðurkenninguna.  

Norræna bókasafnavikan 2014

Bókasafnið í Sögumiðstöðinni tekur þátt með nokkur þúsund öðrum bókasöfnum og skólum á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Upplestur við kertaljós mánudaginn 10. nóv. kl. 18. Lesið verður úr þessum bókum: Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal: Skrímslaerjur ​ Tove Jansson: Eyjan hans Múmínpabba Stefan Spjut: Stallo. Athugið ranga dagsetningu í Jökli; >> 10. nóv Heitt og kalt á könnunni.  Litir og blöð til reiðu fyrir börnin alla vikuna. Myndasýning í Bæringsstofu. Sjá teikninga- og myndaefni á vefsíðunni Bibliotek.org