Flottir fulltrúar Grundarfjarðar í Skólahreysti

  Þessi flotti hópur nemenda tók þátt í undankeppninni fyrir Skólahreysti    Í gær, þriðjudaginn 1. mars, fór fram undankeppni nemenda Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir Skólahreysti 2016. Tíu nemendur tóku þátt í undankeppninni og tóku vel á því í spennandi og skemmtilegri keppni. Áhorfendur fjölmenntu á pallana og stemmningin var virkilega góð í íþróttahúsinu meðan á keppninni stóð.  

Bókaverðlaun barnanna 2015

Bókasafn Grundarfjarðar - Grunnskóli Grundarfjarðar   Bókaverðlaun barnanna   Krakkar 6-12 ára. Lesið nýju bækurnar frá 2015 og kjósið bókina sem ykkur þykir skemmtilegust.   Sjáið veggmyndir í bókasafninu, grunnskólanum og leikskólanum.   Kjörseðlar auglýstir betur seinna.   Tvenn verðlaun.