Sænskir þingmenn heimsóttu Grundarfjörð

  Grundarfjarðarbær fékk góða gesti í heimsókn í dag þegar forseti sænska þingsins ásamt sendinefnd áttu hér viðdvöl frá hádegi og fram eftir degi. Sendinefndin var áhugasöm um sveitarstjórnarmál og hvernig byggðapólitík og byggðastefna gangi fyrir sig hér á landi. Að loknum hádegisverði á Bjargarsteini fór hópurinn í heimsókn í G.Run, þar sem gestirnir kynntu sér vinnsluna.  

Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

    Í níunda sinn blæs Grundarfjarðarbær til hinnar árlegu Ljósmyndasamkeppni bæjarins. Menningarnefnd hefur ákveðið að þema keppninnar árið 2018 verði fuglar og dýr. Samkvæmt reglum keppninnar verða myndirnar að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu janúar til nóvember 2018 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.    

Spennandi tækifæri fyrir 13-18 ára ungmenni

    Stjórnarráðið leitar að 12 ungmennum á aldrinum 13-18 ára í Ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Nánari upplýsingar eru í auglýsingu frá Stjórnarráðinu sem finna má hér.   Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2018.

Til hamingju með daginn kvenfélagskonur!

    1. febrúar er dagur kvenfélagskonunnar og eru þær svo sannarlega vel að því komnar að eiga sinn dag í dagatalinu. Grundarfjarðarbær óskar okkar yndislegu kvenfélagskonum í Gleym mér ei innilega til hamingju með daginn og þakkar óeigingjarnt og mikið starf í þágu samfélagsins. Njótið dagsins!