- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fyrsti stjórnarfundur haldinn á Hótel Framnesi föstudaginn 23. júlí 1999 kl 22:25
Mættirvoru allir fundarmenn þau: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Halldóra Karlsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Sigurður Hallgrímsson, Ólafur Hjálmarsson, Hildur Mósesdóttir.
Stjórnin skipti með sér verkum.
Gísli Karel Halldórsson verður formaður og Hildur Mósesdóttir verður ritari.
Hildur tók að sér að vélrita upp þáttökulistann á stofnfundinum með heimilisföngum og tölvupóstföngum.
Hermann hefur verið að vinna í að útbúa lista yfir fermingarárganga frá Grundarfirði, og mun sýna það meira unnið á næsta fundi.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn mánudaginn 4. október 1999 kl 20 í kaffiteríunni í Perlunni á Öskjuhlíð Reykjavík.
Fundi slitið kl 22:45