Hvatning landlæknisembættis og heilsueflandi samfélaga.
Hvatning landlæknisembættis og heilsueflandi samfélaga.

Eitt nýtt smit greindist í Grundarfirði í gær, föstudag 9. október. Viðkomandi var í sóttkví. 

Á Vesturlandi voru einnig fjögur ný smit greind á Akranesi og þar fjölgaði fólki í sóttkví umtalsvert samhliða því. Í heildina fækkaði þó fólki í einangrun á Vesturlandi og voru samtals 21 í einangrun í landshlutanum í gær, en 64 í sóttkví. 

Samkvæmt upplýsingum frá formanni almannavarnanefndar Vesturlands í morgun voru ekki breytingar á Vesturlandi frá í gær skv. rakningagrunni almannavarna. Enn fjölgar smitum á landsvísu, í gær voru 87 innanlandssmit greind en af þeim voru 57 í sóttkví. Alls eru nú 983 manns í einangrun og 3.409 í sóttkví.   

Í ljósi fjölgunar smita á landsvísu er minnt á að sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa mælst til þess að við forðumst fjölmenni og séum ekki á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. Sjá nánar hér

Það er fallegur laugardagur í dag - við skulum njóta hans sem best við getum, hvert á okkar hátt, eins og hvatning landlæknisembættisins segir, á meðfylgjandi mynd.