10. Stjórnarfundur Eyrbyggja 5. júní 2000.

Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Sigurður Hallgrímsson, Halldóra Karlsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson

1. Vinna hjá útgáfufyrirtækinu ,,Mál og mynd” er komin á fullt skrið. Gísli og Hermann voru báðir í  sambandi við útgáfuna í dag vegna mynda og uppsetningar efnis.

 

2. Mynd vantar af Setbergskirkju og Grundarfjarðarkirkju til að hafa með listunum yfir fermingarárgangana 1935-1999. Ingi Hans mun útvega myndir og senda Hermanni.

 

3. Samþykkt að breyta listum yfir fermingarárganga þannig að kennitalan verði ekki birt að fullu. Samþykkt að fella niður fjóra síðustu stafina. Gísli og Elinbjörg munu breyta listunum.

 

4. Manntalið frá 1920 vantar. Halldóra og Hermann munu ljúka þeirri skráningu í vikunni.

 

5. Samþykkt að hafa ársfund Eyrbyggja í Grundarfirði laugardaginn 29. júlí kl 17. Ársfundurinn yrði í framhaldi af setningu hátíðarinnar sem verður við höfnina kl 14. Við setninguna munu Eyrbyggjar afhenda Eyrarsveit (sögunefnd Eyrarsveitar ?) tjakk sem notaður var við að lyfta efri hæð Kaupfélagsins. Eigendur gamla Kaupfélagshússins eru tilbúnir til að varðveita tjakkinn á viðeigandi stað í húsinu. 

 

6. Á ársfundinum þarf að leita eftir tilnefningum í starfsnefndir sem vinna að ákveðnum verkefnum fyrir Eyrbyggja, t.d. starfsnefnd um sögu fræðslumála, starfsnefnd um söfnun á vísum og sögum kringum vísurnar, starfsnefnd um skráningu útgerðarsögu Grundarfjarðar o.fl eftir því sem áhugi er á. 

7. Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 26. júní kl 20.