Einn einn tveir dagurinn!

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. 

112 dagurinn – öryggi og velferð barna og ungmenna

112-dagurinn verður haldinn um allt land 11. febrúar næstkomandi eins og undanfarin ár. Samstarfsaðilar dagsins eru Neyðarlínan, lögreglan, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, slökkviliðin, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Rauði krossinn, Landhelgisgæslan, Barnaverndarstofa, Landlæknisembættið, Landspítalinn, Heilsugæslan, Vegagerðin, Æskulýðsvettvangurinn og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Samstarfsaðilar eru hvattir til að vera sýnilegir á sínu starfssvæði þennan dag og kynna starf sitt og neyðarnúmerið, 112.

Áhersla á barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna

Sjónum verður að þessu sinni beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Umfjöllunin tengist vitundarvakningu vegna nýrrar gáttar um ofbeldi í nánum samböndum á 112.is þar sem fjallað verður um efnið frá ýmsum hliðum. Stefnt er að því að efna til stuttrar athafnar þar sem veitt verða verðlaun í Eldvarnagetraun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og tilkynnt hver skyndihjálparmaður Rauða krossins er þetta árið. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, flytur ávarp.

Slökkvilið Grundarfjarðar

Slökkvilið Grundarfjarðar hefur að telja 18 menn og eru menn á ýmsu stigi menntunar Brunamálaskólans, enn það má segja sem svo að menn eru aldrei búnir að afla sér nægrar þekkingar vegna þess ó þekkta.

Brunamálaskólinn er margþættur og fyrir almennan hlutastarfandi slökkviliðsmann er skólinn í 5 þáttum:

  1. Námskeið 1 byggist á að nemandi sé tilbúinn til slökkvistarfa utanhúss og kominn með innsýn í reyköfun og vatnsöflun og eru þetta 30 tímar sem skiptist í bóklegt og verklegt.
  2. Námskeið 2 og seinnihluti eru yfirleitt tekin saman og að þessum þremur loknum á nemandi að vera hæfur til reykköfunnar, reyklosunar, skyndihjálpar og hafa grunnþekkingu á þróun innanhúsbruna og yfirtendrunnar, samtals 60 tímar bæði verklegt og bóklegt og að þessu loknu ásamt læknisskoðun, þrekprófi og 4 ára starfi í slökkviliði er hægt að sækja um löggildingu sem slökkviliðsmaður.
  3. Námskeið 3 er mest farið í björgunarklippur og önnur björgunarverk. Einnig er farið í vatnsöflun, 30 tímar bæði bóklegt og verklegt
  4. Námskeið 4 þá er farið yfir hættuleg efni, mengunar óhöpp og flugvélar, 30 tímar bæði bóklegt og verklegt.

Einnig hafa liðsmenn Slökkviliðs Grundarfjarðar verið að sækja hjá brunamálskólanum stjórnendanámskeið, þjálfunarstjóranám og  eldvarnareftirlit sem er í þrem hlutum.

Einnig hafa okkar liðsmenn sótt og haldið hin ýmsu námskeið sem ekki hafa verið á vegum brunamálskólans eins og reykköfun með hitamyndavélum innbrotstækni svo eitthvað sé nefnt.

Valgeir Þór Magnússon, Slökkviliðsstjóri í Grundarfirði