Ár hvert þann 11. febrúar heldur Neyðarlínan og tengdir viðbragðsaðilar upp á 112-daginn. Markmiðið með 112-deginum er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
Að þessu sinni leggja samstarfsaðilarnir áherslu á að vekja athygli á því víðtæka starfi sem neyðarverðir sinna þegar hringt er í neyðarnúmerið 1-1-2.