Í tilefni 112 dagsins, þann 11. febrúar, munu viðbragðsaðilar á svæðinu taka höndum saman til að vekja athygli á starfsemi sinni og ítreka mikilvægi þess að þekkja númerið 112 og hlutverk þess.

Í ár verður öryggi og velferð barna í öndvegi og mikilvægi þess að börn og ungmenni geti brugðist rétt við slysum og erfiðum aðstæðum.

Skólarnir munu fá heimsókn frá björgunarsveitinni og slökkviliði þar sem lögð verður áhersla á að allir þekki mikilvægi 112 númersins.

Viðbragðsaðilar fara síðan um bæinn með læti og blá ljós um sex leytið og gestum og gangandi verður boðið að koma í FSN frá kl. 18-20. Þar verður fólki boðið upp á blóðþrýstingsmælingu, skoða slökkviliðsbílinn og björgunarsveitarbílana, búnað og taka þátt í léttri getraun.

Það er von okkar að geta á þennan hátt vakið athygli á hlutverki viðbragðsaðila, bæði heima og í samfélaginu öllu, og að ungir sem aldnir geri sér grein fyrir mikilvægi réttra viðbragða í aðstæðum sem reyna á.

Við minnum einnig á söfnun á Lúkasi, sem er hjartahnoðtæki sem við vonumst til að geta eignast í sjúkrabílinn okkar. Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta litið við.

Við vonumst til að sjá sem flesta í FSN miðvikudaginn 11.2. á milli kl. 18:00 og 20:00.

 

F.h. viðbragðsaðila í Grundarfjarðarbæ

Björgunarsveitin Klakkur, Rauði krossinn, lögregla, slökkvilið, sjúkraflutningar og heilsugæslan