Á fundi hafnarstjórnar Grundarfjarðarhafnar sem haldinn var í morgun, var m.a. rætt um undirbúning vegna komu skemmtiferðaskipa í sumar, en 13 skip hafa bókað komur í sumar. Í fyrra komu 8 skip til Grundarfjarðar. Hafnarstjórn telur aukninguna

ánægjulega og að áfram eigi að halda á sömu braut við þjónustu og móttöku gesta.

 

Á fundinum var ennfremur rætt um framkvæmdir og kostnað vegna þátttöku hafnarinnar í hafnavernd, sem ekki er síst tilkomin vegna móttöku skemmtiferðaskipa. Ýmsar öryggisráðstafanir þarf að gera af hálfu hafnarinnar og er umtalsverður kostnaður þeim samfara.

 

Hafnarstjórn tók ákvörðun um að óska eftir framkvæmdum við nýja ,,litlu bryggju" fremur en að fara í endurbætur á gömlu bryggjunni. Sjá nánar í fundargerð sem birt verður á vefnum innan tíðar.