Af vefnum www.rikiskaup.is (bein tilvitnun):

Í dag voru opnuð umslög með nöfnun þeirra sem vilja taka þátt í samkeppni um rafrænt samfélag. Það er Byggðastofnun sem stendur fyrir verkefninu en Ríkiskaup sér um framkvæmd forval og samkeppninnar. Alls lögðu þrettán sveitarfélög eða samtök þeirra inn umsókn sem er töluvert betri þátttaka en reiknað var með.

Þeir sem sóttu um eru:


Sveitarfélagið Hornafjörður

Akraneskaupstaður
Dalabyggð
Grundarfjarðarbær
Aðaldælahreppur, Húsavíkurbær og Þingeyjasveit

Dalvíkurbyggð, Hríseyjarhreppur, Ólafsfjarðarbær og Siglufjarðarkaupstaður

Samtök sveitafélaga á norðurlandi vestra

Sveitarfélagið Skagafjörður

Öxafjarðarhreppur og Kelduneshreppur

Öxafjarðarhreppur og Kelduneshreppur

Snæfellsnesbær
Sveitafélagið Árborg, Sveitafélagið Hveragerði og Sveitafélagið Ölfus

Vestmannaeyjabær


Reiknað er með að tvö til fjögur byggðarlög verði valin til að taka þátt í þróunarverkefnum á árunum 2003-2006. Þau munu fá framlag frá ríkinu til að hrinda í framkvæmd eigin hugmyndum og áætlunum er lúta að framgangi upplýsingasamfélagsins á sínu svæði. Framlag ríkisins er háð því skilyrði að viðkomandi byggðarlag leggi á móti framlag sem er a.m.k. jafnhátt framlagi ríkisins. Nú tekur við vinna við yfirferð umsóknanna en vonast er til að niðurstöður liggi fyrir í þessum mánuði.