16. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 4. des 2000 í Perlunni.

Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Hildur Mósesdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson, Magnús Þórarinsson var erlendis, Ólafur Hjálmarsson var á vakt á Baldri.


 

1. Örnefnaskilti.
Gísli og Elinbjörg gerðu grein fyrir fundi með skipulagsnefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði laugardaginn 25. nóv. Á fundinum voru Eiður Björnsson form. skipulags- og bygginganefndar, Móses Geirmundsson úr stjórn FAG, Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri, Hörður Garðarsson byggingarfulltrúi og Elinbjörg, Gísli og Ólafur Hjálmarss frá Eyrbyggjum. Eyrbyggjar hafa hug á að afhenda örnefnaskilti á næstu Grundarfjarðarhátíð sem verður síðustu helgina í júlí 2001. Rætt var um hvar best væri að setja slíkt skilti upp. Til greina kemur útsýnisstaður á Hamrahlíðinni, á Grundarkampi við Fornu-Grund, neðan við vatnstankinn ofan byggðar í Grundarfirði og hugsanlega útsýnisstaður við þjóðveginn vestan við kauptúnið. Skipulagsnefndin mun hugleiða og velja heppilegan stað. Björg sveitarstjóri mun athuga með að fá landslagsarkitekt til að teikna umhverfið við örnefnaskiltið. Björg mun einnig hafa samband við Vegagerðina varðandi þáttöku þeirra við gerð áningastaðar við þjóðveginn. Ákveðið að hafa merki Eyrarsveitar á fótstykkinu sem snýr að lesandanum og merki Eyrbyggja framan á bókinni sem snýr frá lesandanum. 
Guðlaugur Pálsson mun velja gerð af ryðfríu stáli sem gera má ráð fyrir að tærist ekki við sjávarsíðuna. Hermann mun kanna tækni við grópa mynd og merki í stálið þannig að það verði varanlegt. 

 

2. Safn til sögu Eyrarsveitar 2001.
Gísli og Elinbjörg gerðu grein fyrir fundi með sögunefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði laugardaginn 25. nóv. Á fundinum voru Dóra Haraldsdóttir, Gunnar Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson úr sögunefndinni,  Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri, og Elinbjörg, Gísli og Ólafur Hj. frá Eyrbyggjum. Farið var yfir hugmyndir að efni í næstu árbók. Talsvert af áhugaverðu efni er í deiglunni. Eyrbyggjar og sögunefndin munu fara yfir og velja efni til birtingar eftir því sem það berst.  Stefnt er að því að allar greinar og myndir verði tilbúnar á tölvutæku formi fyrir páskana. Efnið færi til útgáfunnar í byrjun maí. Bókin kæmi úr prentsmiðju í júní. 

 

3. Jólakveðjur.
Gísla falið að koma jólakveðju frá Eyrbyggjum í Þey og áramótakveðjum í útvarpið. 

 

4. Framfaraverðlaun Eyrbyggja.
Samþykkt að afhenda Famfaraverðlaun Eyrbyggja fyrir árið 2000 í Grundarfirði laugardaginn 6. janúar 2001. 

5. Næsti fundur. 
Næsti stjórnarfundur verður í Perlunni mánudaginn 8. janúar 2001 kl 20:00.