Sálin hans Jóns míns með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar mun trylla lýðinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar föstudagskvöldið 22. júlí. Aldurstakmark á ballið er 18 ár.

 

Sálin hefur verið ein ástsælasta hljómsveit Íslendinga síðustu árin ef ekki síðustu áratugi og er því nokkuð ljóst að Sálin mun engan svíkja.