Byrjað var á skrúðgöngu frá Kaffi 59 undir stjórn vaskrar trommusveitar sem Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur æft.  Setti sveitin mjög skemmtilegan blæ á skrúðgönguna.  Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem undu sér vel í Þríhyrningnum við ávarp fjallkonu, hátíðarræðu, stórkostlegan söng ungu kynslóðarinnar og önnur skemmtiatriði.  Björgunarsveitin bauð upp á kassaklifur sem unga kynslóðin fjölmennti í og kvenfélagið var með kökubasar.