- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Hátíðarhöld hófust með hinum árlegu Grundar- og Kvernárhlaupum UMFG og var þátttakan góð. Skemmtileg stemning myndaðist með tónlist og hvatningu frá áhorfendum. Að hlaupi loknu var þreyttum hlaupurum boðið upp á ávexti. Síðan tók við sundmót Ungmennafélagsins, þar sem átta iðkendur tóku þátt. Gaman var að sjá að margir iðkendur bættu tímana sína á milli ára. Kristín Halla sá um tímatökur í hlaupinu og sundinu, líkt og hún hefur gert undanfarin ár. Félagið bauð svo iðkendum félagsins og fjölskyldum þeirra upp á pylsur og safa, ásamt því að gefa öllum iðkendum flískraga með merki félagsins. Eftir grillið voru veitt verðlaun fyrir hlaupin og sundmót. Stjórn félagsins ákvað að taka aftur upp hvatningarverðlaun og veita viðurkenningar fyrir bestu mætingu og mestu framfarir í íþróttastarfi á árinu. Allir sem hlutu viðurkenningar fengu merktan eignarbikar. UMFG gaf sínum iðkendum og þjálfurum flísbuff merkt félaginu, en þau sem eiga eftir að fá buff mega hafa samband við Ingibjörgu Eyrúnu formann UMFG. Nánar um viðurkenningar og vinningshafa má sjá á vefsíðu félagsins - https://www.umfgrundo.is/
Skrúðgangan fór svo frá miðbæjarreit í átt að hátíðarsvæði með 9. bekk og lögregluna í fararbroddi. Gengið var upp Hrannarstíginn og Ölkelduveg í átt að íþróttahúsinu þar sem hátíðardagskráin fór fram utandyra. Gunnar Kristjánsson flutti hátíðarræðu, ávarp hans má lesa neðst í fréttinni. Hanna María Guðnadóttir var fjallkona Grundarfjarðar og flutti ljóðið Hver á sér fegra föðurland eftir Emil Thoroddsen/Huldu, sem einnig má lesa hér neðar.
Fíasól og mamma hennar voru mættar á svæðið til að kynna fyrir okkur dagskrána og þær tóku einnig nokkur lög sem vakti mikla lukku hjá bæjarbúum. Skólakór grunnskólans undir stjórn Grétu Sigurðardóttur tók einnig nokkur vel valin Disney-lög en þau héldu frábæra Disney-tónleika í maí sl. Þær Sandy og Diana voru svo með Salsa/Zumba kennslu og sáu um að koma öllum í stuð.
Kátir krakkar fengu ís eftir hátíðarhöldin í boði Grundarfjarðarbæjar og bærinn bauð frítt í sund allan daginn.
Á hátíðarsvæðinu, inní íþróttahúsi, var Blossi með sölubás með poppvél, candy floss og fleira góðgæti sem var mjög vinsælt. Inni var einnig hoppukastali fyrir yngri kynslóðina en úti fyrir, við hliðina á ærslabelgnum, voru loftboltar fyrir þau eldri.
Um kvöldið sá 9. bekkur svo um sundlaugarpartý fyrir 7.-10. bekk og þar var heilmikið stuð. Stökkpallur, tónlist og krap í boði.
Nokkrir veitingastaðir bæjarins voru svo með kræsingar í tilefni dagsins og iðaði bærinn af lífi, La brújería og Kaffibrennslan Valería buðu í hátíðlega morgunhressingu og skoðun á framleiðslu fyrirtækjanna, Mæstró bauð viðskiptavinum sínum uppá Prins póló og Valería bauð uppá fría kókómjólk fyrir krakka með keyptum kaffidrykkjum.
Við hvetjum ykkur sem tókuð myndir af deginum að senda þær á grundarfjordur@grundarfjordur.is
Grundarfjarðarbær vill þakka öllum sem tóku þátt, undirbjuggu og leyfðu okkur að njóta, og þá sérstaklega:


