17. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 8. jan 2001 í Perlunni.

 

Viðstaddir:   Elinbjörg Kristjánsdóttir, Hildur Mósesdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórssn, Magnús Þórarinsson, Ólafur Hjálmarsson.

1.  Framfaraverðlaun Eyrbyggja 2000.

Afhent voru framfaraverðlaun Eyrbyggja 2000 í Grundarfirði á þrettándanum 6. jan 2001.

Stjórn Eyrbyggja var sammála um að tveir aðilar í Grundarfirði verðskulduðu sérstaka viðurkenningu fyrir síðastliðið ár. Annars vegar fjarnám á framhaldsskólastigi í Grundarfirði og hins vegar fyrirtækið Ragnar og Ásgeir ehf. Afhent var skrautritað viðurkenningarskjal og verðlaunagripur sem Ingi Hans Jónsson smíðaði.

Sigríði Finsen sem er bæði oddviti sveitarfélagsins og umsjónarmaður fjarnámsins í Grundarfirði og Anna Bergsdóttir skólastjóri tóku á móti viðurkenningunni fyrir fjarnámið, en þær ásamt Björgu Ágústsdóttur sveitarstjóra hafa allar unnið að framgangi þess.

Það sem er nýstárlegt við verkefnið er að öll kennsla er í höndum fjarkennsludeildar Verkmenntaskólans á Akureyri en nemendur mæta í fjarnámsver í Grundarfirði á hverjum morgni ásamt umsjónarmanni og stunda nám sitt.  Hver nemandi hefur sína tölvu með stöðugum aðgangi að interneti. Ýmsir fámennir skólar hafa notað fjarnám VMA í einu og einu fagi í þeim tilgangi að auka við námsframboð sitt en þetta var og er í fyrsta sinn sem fjarnám er notað eingöngu til kennslu fyrir nemendahóp.

 

Áður en fjarnámið kom til höfðu grundfirskir nemendur þann eina kost að sækja framhaldsskólamenntun utan heimabyggðar, margir fóru til Akraness, aðrir til Reykjavíkur eða Akureyrar, með tilheyrandi kostnaði og umróti fyrir fjölskyldur.  Stundum hafa fjölskyldur tekið sig upp og flutt á brott úr byggðarlaginu þegar börnin fara í framhaldsskóla.

 

Fyrirtækið Ragnar og Ásgeir hóf starfsemi 1970 og hélt upp á 30 ára afmæli á síðasta ári. Í dag starfa um 20 manns hjá fyrirtækinu og það hefur um 12 bíla í rekstri.

                                                                                             

2.       Savinna við FAG.

Rætt hefur verið við Martein Njálsson og Sigríði Finsen úr stjórn FAGs um að auka samvinnu Eyrbyggja og FAGs. Ýmis verkefni eru á verkefnaskrá beggja félagana því sjálfsagt að vinna sameiginlega að framgangi þeirra. Ákveðið að leita samninga við bæjarblaðið ,,Þey” og  standa saman að efnisöflun og dreifingu á einu eintaki af ,,Þey” til allra sem fermst hafa í Setbergskirkju og Grundarfjarðarkirkju samkvæmt nafnalistanum sem birtur var í bókinni okkar síðastliðið sumar.

Stjórn Eyrbyggja ákvað að skipta með sér verkum og skrifa nokkrar greinar til birtingar í ,,Þey”

Gísli: Um Eyrbyggja

Elinbjörg og Hermann: Um manntölin 1901.

Magnús Þ. Um ljósmyndasöfnun og gamlar myndir

Ólafur H: Um sögu bátanna.

Guðlaugur: Um örnefnaskiltin, smíði, efnisval og uppsetning.

Fulltrúi úr vísnanefndinni: Um vísnasöfnun Eyrbyggja.

Stefnt er að því að senda allar greinar á tölvutæku formi til Gísla fyrir 20. jan 2001.

3.                 Efni í nýtt hefti  ,,Safn til sögu Eyrarsveitar”.

Sögunefnd Eyrarsveitar og Eyrbyggjar stefna að útgáfu á nýju hefti sumarið 2001. Æskilegt að allt efni verði tilbúið um páskana.

Greinar sem við höfum í sigtinu eru:

1.     Manntölin 1901,1910,1920 og 1930. Elinbjörg og Hermann munu undirbúa manntölin fyrir prentun.

2.     Fiskimið og kort. Guðjón Elísson mun útbúa kort í svipuðu formi og í fyrsta heftinu okkar.

3.     Söfnun á vísum og sögum. Starfsnefnd Eyrbyggja um vísnasöfnun mun birta valið efni.

4.     Örnefnaskránig í Eyrarsveit. Leitað verður til Hildar Sæmundsdóttur, Gunnars Magnússonar, Guðjóns Elíssonar og Sveins Arnórssonar um að útbúa nokkrar myndir með örnefnum til birtingar í heftinu okkar.

5.     Gamlar ljósmyndir með skýringum. Finna þarf nokkrar gamlar ljósmyndir sem gaman væri að birta.6.     Ljóð og lag um Grundarfjörð. Birt verður ljóð Jóhannesar Þorgrímssonar og nótur af lagi Báru Grímsdóttur um Grundarfjörð.

7.     Annáll Eyrarsveitar 2000. Björg Ágústsdóttir sveitarstjóri.

8.     Sérstök örnefni í Eyrarsveit. Hugsanlega grein frá Þórhalli Vilmundarsyni.

9.     Ísfiskhúsið Gilósi. Sigurður Lárusson.

10.Örnefnaskráning. Svavar Sigmundsson.

11.Samþykktir Eyrbyggja. Birtar verða samþykktir félagsins sem afgreiddar voru á síðasta ársfundi.

12.Bernskuár á Setbergi. Pétur Jósefsson.

13.Um Jóhannes Þorgrímsson Forna-Krossnesi. Guðmundur Jóhannesson skrifar. 

14.Um Bryggju-plássið. Guðmundur Jóhannesson.

15.Manntalið 1703. Kristján E. Guðmundsson.

16.,,Laugi á Grund “. Kristján E. Guðmundsson.

17.Fangelsið Kvíabryggju. Birgir Guðmundsson, Bjarni Sigurbjörnsson, Valdimar Runólfsson.

18.Þróun sveitarfélagsins 1950-1980. Árni Emilsson.

19.Línurit og hagtölur. Jóhannes F. Halldórsson.

20.Framtíðarþróun. Styrkur, ógnanir, tækifæri. Jóhannes F. Halldórsson o.fl.

21.Útgerðarsaga í Grundarfirði í tíð Guðmundar Runólfssonar. Dóra Haraldsdóttir.

22.Verkefni FAG. Marteinn Njálsson.

23.Bjarni á Berserkseyri og sögur úr sveitinni. Yngvi Pétursson.

24.Jarðfræði Eyrarsveitar, yfirlit. Laufey B. Hannesdóttir.

25.Brot úr sögu Eyrarsveitar. Gunnar Kristjánsson.

26.Um fjarnámsverið í Grundarfirði. Sigríður Finsen.

27.Kennaratal. Hermann Jóhannesson.

4.       Næsti fundur.

Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 5. febrúar 2001 kl 20.