17. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 5. febrúar 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson, Ólafur Hjálmarsson, Emelía Karlsdóttir, Hildur Mósesdóttir, Elinbjörg Kristjánsdóttir stödd á Kanarí, Magnús Þórarinsson staddur í Rússlandi.

1. Sérútgáfa af Þey.
Í vikunni verður gefin út sérútgáfa af Þey sem dreift verður til allra fermingarbarna árin 1935-1999 frá Setbergs- og Grundarfjarðarkirkju.  Eyrbyggjar leggja til nokkrar greinar í blaðið.

 

2. Örnefnaskilti.
Stefnt er að því að afhenda örnefnaskilti næsta sumar í Grundarfirði. Guðlaugur og Hermann sjá um að láta smíða örnefnaskiltið. Björg sveitarstjóri skrifaði Vegagerðinni bréf með ósk um að Vegagerðin setti upp áningastað á Hamrahlíðinni, þar sem möguleiki væri á að setja upp örnefnaskilti. Gísla falið að ræða við Björgu sveitarstjóra og kanna hvernig það mál standi eða hvaða stað heimamenn vilji velja fyrir örnefnaskiltið. Frá þeim stað þarf síðan að taka myndir af fjallahringnum og færa örnefnin inn á myndina. Myndin verður síðan greypt í stálið. 

 

3. Útgáfa á næstu bók.
Stefnt er að því að gefa út annað hefti af ,,Safni til sögu Eyrarsveitar” sumarið 2001 í samvinnu við sögunefnd Eyrarsveitar. Í síðustu fundargerð var talið upp magskonar efni sem við höfum hug á að gefa út í næstu bók. Einungis er lokið við lítinn hluta af því efni. Eyrbyggjar og sögunefndin þurfa því að hvetja menn til dáða og ritarar ljúki sínum greinum tímanlega.  

4. Næsti fundur.
Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 5. mars 2001 kl 20.