19. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 5. mars 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson, Hildur Mósesdóttir, Magnús Þórarinsson.

1. Sérútgáfa af Þey.
Í síðasta mánuði var gefin út sérútgáfa af Þey sem dreift var til allra fermingarbarna árin 1935-1999 frá Setbergs- og Grundarfjarðarkirkju.  Eyrbyggjar lögðu til nokkrar greinar í blaðið.

2. Örnefnaskilti.
Guðlaugur hefur verið að undirbúa smíði örnefnaskiltis. Ef vel gengur með allan undirbúning, bæði smíði skiltis, brenna ljósmynd á stálplötur og frágang útsýnisstaðar, væri gaman að afhjúpa skiltið á næstu ,,Á góðri stund í Grundarfirði”. 

3. Útgáfa á næstu bók.
Farið var yfir efnisöflun og greinar sem fyrirhugað er að gefa út í næsta hefti. Stjórnin skipti með sér verkum við að hafa samband við greinarhöfunda. Fullbúnum greinum og myndum skal koma til Gísla á tölvutæku formi á netfangið gisli@almenna.is. Gísla falið að ræða við bókaútgáfuna ,,Mál og mynd”  hvort þeir vilji taka að sér útgáfu á nýju bókinni á svipuðum kjörum og áður. 

4. Næsti fundur.
Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 2. apríl 2001 kl 20.