Þann 10. mars sl. var haldinn opinn samráðsfundur með hagsmunaaðilum og áhugafólki um ferðaþjónustu í bæjarfélaginu, í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

 

Í febrúar var haldinn sambærilegur fundur til að greina stöðu ferðaþjónustunnar. Markmið fundarins nú var að leiða fram hlutverk Grundfirðinga í ferðaþjónustu og framtíðarsýn á ferðaþjónustu og hlut samfélagsins í henni. Greind voru sóknarfæri fyrir hönd ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, stillt upp leiðum til að gera framtíðarsýnina að veruleika og reynt að forgangsraða aðgerðum.

 

Góð stemmning var á fundinum og hugur í fólki að efla ferðaþjónustuna enda styðja ferðaþjónusta og uppbygging samfélagsins hvort annað. Líflegar umræður spunnust á fundinum og bættist ríkulega í hugmyndasarpinn.

Alta mun vinna úr efni fundarins og verða niðurstöður kynntar síðar.
Gert er ráð fyrir að stefnumótunarvinnunni ljúki í apríl.