20. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 2. apríl 2001 í Perlunni.


Viðstaddir: Elinbjörg Kristjánsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson, Hildur Mósesdóttir, Magnús Þórarinsson.

1. Örnefnaskilti.
Í framhaldi af bréfi sem Björg sveitarstjóri skrifaði Vegagagerðinni varðandi þáttöku Vegagerðarinnar í gerð áningastaðar á Hamrahlíðinni hefur málið verið til skoðunar. Magnús Jóhannsson nýi umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi, hefur óskað eftir mynd af örnefnaskiltinu sem áform eru um að setja upp. Myndin verður tilbúin á morgun og verður send ásamt stuttri lýsingu á skiltinu. 

 

2. Útgáfa á næstu bók.
Nokkrar greinar eru tilbúnar og eru komnar til Gísla á tölvutæku formi. Eftir páskana verður lögð áhersla á að fá allar greinar sem fyrirhugað er að birta í bókinni. Inga Lára Baldvinsdóttir hjá ljósmyndadeild Þjóðminjasafsins hefur tekið því vel að skrifa um tvo Grundfirðinga sem tóku myndir á árunum 1847-1860, en þeir voru Helgi Sigurðsson prestur á Setbergi og Guðbrandur Guðbrandsson kaupmaður í Grundarfirði. Ýmislegt annað áhugavert efni er í farvatninu. 

 

3. Ljósmyndasöfnun.
Vitað er að margir eldri Eyrsveitungar eiga gamlar áhugaverðar myndir. Tölvuskannar eru að verða algeng heimilistæki. Þeir sem ráða yfir tölvuskanna eru hvattir til að skanna gamlar myndir frá sínum ættingjum, vista myndirnar á geisladisk og koma myndunum síðan í viðeigandi vörslu. Sunna Njálsdóttir hjá bókasafni Eyrarsveitar er tilbúin til að sjá um vörslu á geisladiskunum.

 

4. Næsti fundur.
Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 7. maí 2001 kl 20.