22. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 11. júní 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Guðlaugur Pálsson, Freyja Bergsveinsdóttir, Hermann Jóhannesson, Hildur Mósesdóttir, Magnús Þórarinsson, Gísli Karel Halldórsson.

1. Mynd af fjallahringnum við Grundarfjörð.
Rætt var um örnefnamynd af fjallahringnum sem Guðjón Elísson og Hildur Sæmundsdóttir hafa unnið að. Myndin var sett upp í vigtarskúrnum í Grundarfirði. Komið hafa fram nokkrar athugasemdir og ábendingar. Í samráði við örnefnanefnd hefur verið ákveðið að fresta útgáfu á myndinni og hafa svigrúm til lagfæringar og að koma að leiðréttingum. Stefna frekar að útgáfu á myndinni sumarið 2002. 

 

2. Vegur yfir Kolgrafarfjörð.
Skoðuð var tillaga að veglínu yfir Kolgrafarfjörð eins og gerð er grein fyrir í nýjustu Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar. 

3. Formáli að manntölum.
Elínbjörg las formála hennar og Hermanns að manntölunum 1901, 1910, 1920 og 1930 sem verður í bókinni. 

 

4. Styrkumsókn.
Gísli gerði grein fyrir styrkumsókn Eyrbyggja til styrktarsjóðs Sparisjóðs Eyrarsveitar vegna útgáfunnar í sumar.

 

5. Skönnun gamalla mynda.
Sveinn Arnórsson og Guðjón Elísson hafa verið mjög duglegir við að skanna gamlar myndir frá Grundarfirði. Þeir eru nú þegar búnir að skanna 9000 myndir. Sunna Njálsdóttir bókasafnsvörður ætlar að vera okkur innan handar með faglega ráðgjöf um skráningu mynda. Sveinn og Guðjón hafa augastað á forriti sem gæti hentað og leita má að myndum eftir stikkorðum og efnisflokkum. 

 

6. Skil greina og útgáfan
Mest af efninu og myndum í bókina er komið á tölvutæku formi til Gísla Karels. Nokkrar greinar eiga eftir að koma. Síðar í þessari viku verður farið með tölvudisk með öllu efni til útgefanda. Vegna sumarfría og  fjarveru þarf að halda vel utan um að bókin komi út tímanlega. Gísli og Hildur munu í sameiningu reyna að fylgja útgáfunni eftir. Hafa þarf svigrúm til að senda próförk til yfirlestrar. 

 

7. Útlit bókar.
Freyja Bergsveinsdóttir sýndi kápumynd bókarinnar. Freyja mun verða í beinu sambandi við útgefandann ,,Mál og mynd”. 

 

8. Skútusiglarar.
Magnús Þórarinsson mun fylgja eftir undirbúningi fyrir keppni skútusiglara á Grundarfjarðarhátíðinni. 

 

9. Sala og dreifing bókarinnar.
Samráð hefur verið haft við Dóru Haraldsdóttur í sögunefnd Eyrarsveitar. Dóra hefur fengið 9. bekk Grunnskólans til að sjá um sölu og dreifingu bókarinnar en fullorðið fólk mun bera ábyrgð á og halda utan um söluna. 

 

10. Örnefnaskilti.
Lengri tíma þarf til undirbúnings. Sumarið 2001 þarf að taka myndir frá góðum útsýnisstöðum það sem örnefnaskilti verða sett upp. Fá þarf staðkunnuga til að skrá örnefnin inn á myndirnar. Góð leið til að fá fram athugasemdir er að hengja myndirnar upp í vigtaskúrnum í Grundarfirði næsta vetur. Stefna að því að vera komin með fullunnar myndir vorið 2002. 

9. Næsti fundur.
Næsti fundur verður í Perlunni mánudaginn 2. júlí 2001 kl 20.