23. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 2. júlí 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Ólafur Hjálmarsson, Guðlaugur Pálsson, Freyja Bergsveinsdóttir, Hermann Jóhannesson, Hildur Mósesdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir (erlendis), Magnús Þórarinsson (á sjó).

1. Endurskoðir reikningar.
Hildur sýndi endurskoðaða reikninga fyrir árið 2000. Reikingarnir verða lagðir fram á ársfundi    félagsins.

 

2. Útgáfa bókar.
Farið var yfir próförk að nýrri bók í flokknum ,,Safn til sögu Eyrarsveitar” Próförk af hverjum kafla var sett í póst til hvers greinarhöfundar föstudaginn 29. júní. Athugasemdir þurfa að berast útgáfunni ,,Mál og mynd” í síðasta lagi fimmtudaginn 5. júlí. Bókin fer í prentsmiðju mánudaginn 9. júlí. Útgáfukostnaður er 700.000 kr+vsk ef upplagið er 700 eintök, on 750.000+vsk ef upplagið er 1000 eintök. Ákveðið hefur verið að upplagið verði 1000 eintök.

 

3. Sölumál.
Símasölu bókarinnar mætti fara að undirbúa og setja af stað. Hermann verður í sambandi við söluaðila í Grundarfirði.  Nemendur í 9. bekk grunnskólans og foreldrar þeirra hafa tekið að sér söluna. Ábyrgðarmenn verða Guðrún Anna Aðalsteinsdóttir og Jósep Magnússon, og munu þau skipuleggja sölu 9. bekkjar.

 

4. Verðlagning bókar.
Samþykkt að bókin verði seld á 2.000 kr/stk. Söluaðili fái 400 kr/stk. Skilaverð upp í útgáfukostnað verði 1.600 kr/stk. 

5. Ársfundur.

Ársfundur verður föstudaginn 27. júlí kl 21 í neðri salnum í Hótel Framnesi. Á síðasta ársfundi voru Ólafur, Guðlaugur og Magnús kjörnir til tveggja ára. Kosið verður um aðra stjórnarmenn sem eru Gísli, Hermann, Hildur og Elinbjörg, en þau gefa öll kost á sér til endurkjörs. Magnús hefur óskað eftir að fenginn verði nýr stjórnarmaður í sinn stað vegna anna. 

6. Breytingar á samþykktum.

Stjórn Eyrbyggja samþykkti að bera upp tillögu um breytingu á samþykktum félagsins á næsta ársfundi. Í lögum félagsins komi fram að aðalfundur skuli kjósa skoðunarmann reikninga.

7. Næsti fundur.
Næsti stjórnarfundur verður á Hótel Framnesi föstudaginn 27. júlí kl 19. Ársfundur Eyrbyggja verður í beinu framhaldi af honum og hefst  kl 21 föstudaginn 27. júlí í neðri salnum í Hótel Framnesi.