24. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 3. sept 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Lilja Njálsdóttir, Hildur Mósesdóttir, Ólafur Hjálmarsson, Guðlaugur Pálsson, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson.

1. Skipun stjórnar.
Þessi fundur ef fyrsti fundur nýrrar stjórnar eftir ársfundinn. Stjórnin samþykkti að Gísli Karel Halldórsson yrði formaður og Hildur Mósesdóttir verði gjaldkeri.

2. Útgáfumálin. Sala og árangur.
Hermann hefur fylgst með sölumálunum fyrir hönd stjórnar Eyrbyggja. Hann hafði samband við Guðrúnu Önnu Aðalsteinsdóttur sem hefur haldið utan um sölu 9. bekkjar grunnskólans á nýjustu bókinni ,,Safn til sögu Eyrarsveitar”.  Seld hafa verið 136 eintök í Grundarfirði bæði í húsasölu og á Grundarfjarðarhátíðinni í lok júlí. Þessu til viðbótar seldust einungis 20 eintök í símasölunni til brottfluttra Grundfirðinga. Nokkur vonbrigði eru með hvað salan er slök. Samþykkt að gera upp við söluaðila. Í famhaldi af því mun stjórn Eyrbyggja skipta með sér nafnalistum fermingarbarna frá Grundarfirði og reyna símsölu.

3. Útgáfa 2002.
Eyrbyggjar og sögunefnd Eyrarsveitar standa saman að útgáfu á ,,Safni til sögu Eyrarsveitar”. Útgáfukostnaður er 871.500 kr. Eyrarsveit hefur styrkt útgáfuna um 350.000 kr og styrktarsjóður Eyrarsveitar hefur styrkt útgáfuna um 150.000 kr. Stjórn Eyrbyggja vill leita eftir því við sögunefnd Eyrarsveitar að hún komi mun virkar að undirbúningi og ákvörðunum um útgáfuna og einnig að fjármálahliðinni, það er sölumálunum og dreifingu. Leitað verður eftir því við sögunefndina hvernig við getum skipulagt útgáfuna betur.  

4. Verkefni Eyrbyggja næsta starfsár.
Rætt var um verkefni sem gaman væri að fylgja eftir í vetur þar á meðal: 
Örnefnaskilti á Hamrahlíð og merkingar
Útgáfa á veggspjaldi örnefnanefndar af fjallahringnum við Grundarfjörð.
Ljósmyndasöfnun og skráning. Guðjón Elísson og Sveinn Arnórsson hafa verið duglegir við að skanna myndir fyrir vestan. Fylgja þarf eftir á sama hátt skráningu mynda og upplýsingar um myndirnar. Liðsauki hefur bæst við skönnun mynda. Ásgeir Þór Árnason, Kóngsbakka 9, 109 Reykjavík, 5577913,8987913, geiria@simnet.is , hefur boðist til að hjálpa okkur við að skanna myndir. Hermann mun ræða við Ásgeir og skipuleggja starfið. 

5. Efni í næstu bók.
Nú þegar liggja fyrir vilyrði um 15 greinar í næstu bók. Ræða þarf við sögunefnd Eyrarsveitar um hvernig við stöndum að næstu útgáfu.

6. Næsti fundur.
Næsti stjórnarfundur verður 1. október 2001 í Perlunni kl 20.