25. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 1. okt 2001 í Perlunni.

Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Pálsson (erlendis), Hildur Mósesdóttir (með flensu), Lilja Njálsdóttir (komst ekki), Ólafur Hjálmarsson, gleymdi fundinum

1. Símsala.
Elinbjörg og Hermann munu útbúa lista til að hringja eftir vegna símsölu stjórnarinnar. Elinbjörg mun úthluta hverjum stjórnarmanni ákveðinn nafnalista til að hringja eftir og senda þá til stjórnarmanna í tölvupósti. 

2. Sögunefnd.
Gísli mun funda með sögunefnd Eyrarsveitar í Grundarfirði næstkomandi fimmtudag og verður þá farið yfir útgáfumálin.

3. Myndir af hækkun Kaupfélagsins.
Í fyrstu bók Eyrbyggja sem kom út sumarið 2000 skrifaði Njáll Gunnarsson grein um þegar steypt loftaplata í verslun Kaupfélags Grundarfjarðar var tékkuð árið 1958 upp til að auka lofthæð. Við samningu greinarinnar fundust ekki myndir af atburðinum. Nú hafa komið fram myndir. Hulda Hákonardóttir dóttir Hákonar Jóhannesar Kristóferssonar verkstjóra við framkvæmdina, hefur fært Eyrbyggjum níu stórar myndir af þessari framkvæmd og ljósmyndari var Þórarinn Sigurðsson.

4. Viðtöl við sögufróða.
Rætt var um mikilvægi þess að safna sögum og fróðleik frá eldra fólki. Með hverjum gengnum Grundfirðingi glatast gamlar sagnir og fróðleikur. Samþykkt var að Eyrbyggjar keyptu lítið segulband (diktafón) sem við getum notað til að ná niður viðtölum við sögufróða menn og konur. Áætlaður kostnaður er um 7000 kr.  

5. Verkefni stjórnar.
Þeim tilmælum er beint til stjórnar Eyrbyggja að hugleiða hvaða verkefi hver og einn hefur áhuga á að vinna að í vetur og koma með tillögur á næsta stjórnarfundi. Við í stjórninni þurfum öll að vera hugmyndarík og sýna ákveðið frumkvæði.

6. Næsti fundur.
Næsti stjórnarfundur verður í Perlunni mánudaginn 5. nóvember 2001 kl 20. Tillaga var um að boða á þann stjórnarfund Ásgeir Þór Árnason sem er að skanna myndir fyrir Eyrbyggja, og einnig Kristján E. Guðmundsson sem hefur boðist til að vinna fyrir okkur grein í næstu bók.