- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Rökkurdagar, menningarhátíð Grundfirðinga, var formlega sett í gærkvöldi við opnun myndlistarsýningar Svövu K. Egilson sem sýnir textílverk í Eyrbyggju - sögumiðstöð.
Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt: leiklist, myndlist, tónlist af ýmsum toga, kvikmyndir, uppistand, sagnalist, upplestur og margvísleg önnur afþreying í bland.
Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin, en það er fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðarbæjar sem stendur að hátíðinni. Um skipulagningu hátíðarinnar sá Rósa Guðmundsdóttir.
Dagskrá hátíðarinnar hefur verið borin í hús í bænum og er þar að auki að finna hér á vefnum.
Fræðslu- og menningarmálanefnd vill þakka öllum þeim fjölmörgu listamönnum sem á hátíðinni leggja fram krafta sína og hvetur Grundfirðinga og aðra áhugasama að gera sér dagamun í skammdeginu.