29. Stjórnarfundur Eyrbyggja kl 20 4. febr 2002 á Grand Hótel.

Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Guðlaugur Pálsson, Ólafur Hjálmarsson, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Sigurður Lárusson (gestur).

1.                 Loftmyndir af Eyrarsveit.
Eyrbyggjar hafa keypt 12 loftmyndir frá 1991 af allri Eyrarsveit á tölvutæku formi. Myndirnar voru sendar vestur til Guðjóns Elíssonar og Sveins Arnórssonar. Örnefnanefnd þ.e. Gunnar Magnússon og Hildur Sæmundsdóttir vinna að því að skrá örnefni inn á myndirnar.

2.                 Loftmyndir af Grundarfirði.
Sigurberg Árnason er með í vinnslu að færa inn á loftmyndir 1946-1993 þróun byggðarlagsins. Hér er um umfangsmikið verkefni að ræða sem mun taka nokkuð drjúgan tíma.

3.                 Örnefnaskrár.
Komið hefur verið á fót samstarfsverkefi um tölvuskráningu á öllum örnefnaskrám Örnefnastofnunar fyrir Eyrarsveit sem eru um 152 bls. Kostnaður er 60.000 kr, og mun Örnefnastofnun greiða 30.000 og Grundarfjarðarbær mun leggja fram 30.000 kr. Verkið verður unnið af 9. bekk Grunnskólans og mun Hugrún Elísdóttir hafa umsjón með verkefninu. Örnefnaskrárnar verða síðan settar á heimasíðu Grundarfjarðar og heimasíðu Örnefnastofnunar.

4.                 Lokaverkefni í sagnfræði.
Davíð Wíum sagnfræðinemi er að undirbúa skrif um flutning útgerðar frá Kvíabryggju í Grundarfjörn. Árni Halldórsson mun senda Eyrbyggjum ljósrit af fundargerðabókum Hraðfrystihúss Grundarfjarðar 1940-1960 sem gögn í þau skrif.

5.                 Greinar í næstu bók
Greinar í næstu bók eru í vinnslu en bráðlega þyrfti að fylgja því eftir og ræða við höfunda og fá greinar frá þeim.

6.                 Örnefnaskilti.
Hugmynd er uppi um að nýja örnefnaskiltið verði staðsett við Fornu-Grund. Ingi hans Jónsson og fleiri eru að vinna að heildarskipulagi svæðisins. Fyrirhugað er að koma því inn á aðalskipulag Grundarfjarðar sem er í vinnslu. 

7.                 Heimasíða Eyrbyggja.
Hermann setti fram nokkrar tillögur til endurbóta á heimasíðunni.
a)  Vantar ,,logo” Eyrbyggja
b)  Setja inn fermingarárgangana eins og þeir birtust í bókinni okkar 2000.
c)  Setja inn fundargerðir Eyrbyggja
d)  Hafa tengsl inn á myndasafn Guðjóns Elíssonar.

8.                 Viðtal við Sigurð Lárusson.
Hermann hafði viðtal við Sigurð og var það tekið upp á segulband. Sigurður byrjaði á að segja okkur frá ,,Edduslysinu” 1953. Einnig sagði hann nokkrar sögur af skemmtilegum atburðum í Grundarfirði.

9.                 Næsti fundur.
Næsti fundur verður á Grand Hótel kl 20 mánudaginn 4. mars 2002.