3. Stjórnarfundur Hollvinasamtaka Grundarfjarðar 15. nóv. 1999 kl 20. 

Mættir voru í byrjun Gísli, Elínbjörg, Halldóra, Hildur og Sigurður, en Hermann og Óli komu síðar.  
 

Gísli gerði grein fyrir samtali við Jón Böðvarsson fyrrum skólameistara. Jón er til í að leggja til grein í bókina og  fjalla um efni úr Eyrbyggju. Jón var með í huga að fjalla um landkosti við Öndverðareyri út frá sjónarhóli Eyrbyggja. Jón mun tala inn á segulband sem við þurfum að vélrita upp. Halldóra Karls er reiðubúin að taka að sér að vélrita það upp,  og mun Jón lesa það síðan yfir. Gísli hefur samband við Jón í lok janúar 2000. 

 

Halldór Finnsson hefur fengist til að skrifa um samgöngumál á 20. öldinni. 

 

Sigríður Pálsdóttir ætlar að skrifa um Þinghúsið. 

 

Hólmfríður Gísladóttir mun skrifa um Guðríði Hannesdóttur sem fædd var 1783 og er formóðir fjölda Eyrsveitunga. 

 

Halldór Páll Halldórsson og Halldór Ásgeirsson ætla að skrifa um fyrsta bílinn sem kom til Grundarfjarðar. Kom fram hjá Elínbjörgu að hún hafði séð mynd af þessum bíl hjá Ragnheiði Sigurðar og ætlar hún að reyna að fá þá mynd í bókina. Myndin sýnir Helgu Gróu Lárusdóttur á fermingaraldri í
bílnum. 

 

Jóhannes F. Halldórsson og Lilja Mósesdóttir ætla að vinna upp úr tölum frá Byggðastofnun.  Jóhannes mun athuga hvort Byggðastofnun fæst til í að taka þátt í útgáfukostnaði þar sem verið er að vinnu           úr og koma á framfæri gögnum frá Byggðastofnun.. 

 

Sigurður ætlar að hafa samband við móðurbræður sína þá Þorkel og Pétur Sigurðssyni. Sigurður mun hljóðrita frásagnir þeirra og vinna upp úr því grein. Hugsanlegt efni væri  frásagnir þeirra um stofnun Hraðfrystihúss Grundarfjarðar. 

 

Ekki var mikil svörun við auglýsingu. í Þey um lýsingu á fiskimiðum,  aðeins ein fjölskylda hafði samband við Óla það var fjölskyldan í Nýjubúðum.  Ætlar Óli að gera sér ferð inn í Grundarfjörð og tala við gamla sjómenn og skrá frásagnir þeirra niður. 

Hermann talaði við Freyju konu Guðlaugs Páls, um hugsanlega aðstoð við uppsetnigu og hönnun á bókinni.  Féllst hún á að taka þátt í því.  Einnig talaði Hermann við vin sinn sem er prentari og fékk upp nafn á prentsmiðju í Faxafeni sem við þurfum að athuga betur með. 

Halldóra gerði grein fyrir könnun sinni á verði hjá prentsmiðjum. Forsendurnar sem hún gaf þeim öllum var að Forsíða og baksíða hörð með litmynd, gormuð eða fræsuð, góður pappír, 200 - 250 bls jafnvel prentað báðum megin, 200 stk.  Eftirfarandi tilboð komu: 

             Ísafold 570.000 + vsk 

             Steindórsprent 144.000 + vsk gormað 200 bls 
                -ll-                 170.000 + vsk gormað 250 bls 

             Prenthúsið 398.000 + vsk 200 bls 

             Oddi 260.000 + vsk fræst 
              -ll-    245.000 + vsk gormað 

             Leturprent 280.000 gormað 

Ákveðið var að reyna að hafa allt efni tilbúið til prentunar um páska og prenta í maí. Hildur ætlar að setja upp fjármögnunaráætlun fyrir næsta fund. 

Bókin á að selja á Grundarfjarðargleðinni sumarið 2000, eins komu upp hugmyndir um símasölu og að fá óviðkomandi aðila til að gefa bókina út. 

Hvað á bókin að heita? Nokkrar hugmyndir komu upp t.d. Svana sem var ein af  konum landnámsmanns í Eyrbyggju, Eyrbyggja, Frásögn og fróðleikur úr Grundarfirði eða Setbergssókn.  Var ákveðið að leggjast undir feld og finna gott nafn. 

Hermann og Elínbjörg eru enn að í Þjóðskjalasafninu og fundu gömul manntöl sem eru virkilega skemmtileg.  Ákváðið var að taka það með í bókina þar sem fundarmenn gleymdu sér algjörlega í lestri á manntali frá 1930.  Tillaga kom fram um að birta í bókinni manntölin 1901,1930, 1960, 1990 og 1999. Elinbjörg og Hermann munu ljósrita þessi manntöl og í framhaldi af því þarf að ákveða hversu mörg manntöl við getum tekið með í bókina. 

Hermann kom með þá hugmynd að gefa út fermingarárganga fyrir þá aðila sem eru 25 ára og yngri, sem ekki hafa kannski eins mikin áhuga á ættfræðinni. Fermingarárgangar frá 1970 eru enn í kirkjubókum fyrir vestan og ætlar Sunna bókavörður að ljósrita fyrir okkur upp úr þeim. 

Allir leggist undir feld og finni stutt og laggott vinnuheiti á Hollvinasamtök Grundarfjarðar þar sem nafnið er nokkuð langt.  Eins þurfum við að koma með tillögur að merki félagsins. 

Hermann kom með tillögu í lokin að auglýsa í Þey og Snæfell að Grundfirðingar ætli að hittast einhvern sunnudag á kaffihúsið og spjalla. Gerði hann þetta með yngri krökkum sem eru í framhaldsskólum í
Reykjavík fyrir nokkrum árum og komu þá 30 stk.  Gerum þetta eftir áramót. 

Gísli sagði frá því að Magnús Soffaníasson hefði tekið að sér að útbúa heimasíðu fyrir Hollvinasamtökin, og heimasíðan yrði vistuð með heimasíðu Grundarfjarðar. 

 

Fundi slitið og ákveðið að hittast aftur í Perlunni 13. Des. 1999 kl:20.00