Hildur á 30 ára starfsafmæli sínu
Hildur Sæmundsdóttir, ljósmóðir í Grundarfirði, á 30 ára starfsafmæli í dag. Hún hóf störf á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar þann 1. september árið 1974. Í tilefni dagsins færði Grundarfjarðarbær Hildi blómvönd með þökkum fyrir frábæra þjónustu við Grundfirðinga, unga sem aldna, á starfsferli sínum.