- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
32. stjórnarfundar Eyrbyggja 6. maí 2002 á Grand Hótel.
Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson.
1. Efnisöflun í bókina
Skil greina er í góðum gír. Stefnt er að því að fara með allt efnið á geisladisk til útgáfunnar 21. maí.
2. Sölumál og dreifing á bókinni.
Fyrirhugað er að leita eftir því við félag eldri borgara í Grundarfirði um að félagið taki að sér dreifingu á bókinni. Gísla falið að ræða við sögunefnd Eyrarsveitar til að skipuleggja sölu og dreifingu.
3. Örnefnaskrár.
Örnefnaskrár eru til yfirferðar hjá Örnefnastofnun. Í framhaldi af því verða þær settar inn á heimasíðu Grundarfjarðar. Örnefnastofnun mun setja inn á heimasíðu sína krækju yfir á heimasíðu Grundarfjarðar.
4. Fræðslumál.
Gunnar Kristjánsson fyrrv. skólastjóri hefur skrifað ágæta grein um fræðslumál í Eyrarsveit sem á vel heima í bókinni.
5. Vinabæjarheimsókn
Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og Ingi Hans Jónsson fara 8. mái til Paimpol í Frakklandi til að sinna vinabæjarsambandi sem áhugi er á að koma á. Þeim var boðið út af afkomendum frakkans sem hafði hvað mest umsvif í Grundarfirði á 19. öldinni. Rætt hefur verið um að Ingi skrifaði grein um heimsóknina sem við myndum birta i bókinni. Komið hefur fram sú hugmynd að birta jafnframt grein Ásgeirs Guðmundssonar sagnfræðings um veru frakka í Grundarfirði. Greinin er um 36 vélritaðar blaðsíður. Ásgeir gerði ekki athugasemd við að Eyrbyggjar birtu greinar sem hann skrifaði um sögu Eyrarsveitar ef forráðamenn í Grundarfirði samþykkja það.
6. Mynd á forsíðu.
Guðlaugur lagði fram drög að forsíðu bókarinnar frá Freyju Bergsveinsdóttur grafískum hönnuði. Á forsíðunni verður mynd af Kirkjufelli í sumabúning. Við eigum eftir að útvega góða heppilega mynd.
7. Næsti fundur
Næsi fundur verður á Grand Hótel kl. 20, fimmtudaginn 6. júní 2002.