33. stjórnarfundar Eyrbyggja kl 20 6. júní 2002 á Grand Hótel.

 

Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ólafur Hjálmarsson, Gísli Karel Halldórsson.

1.                  Prentun á örnefnamynd.

Lögð var fram örnefnamynd sem var að koma úr prentun. Myndin er 100 x 33 sm að stærð. Guðjón Elísson sá um alla ljósmyndun og tölvuvinnsu, og hefur hann unnið mjög gott verk. Gunnar Magnússon  frá Kirkjufelli og Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir unnu mikið við skrásetningu örnefna, en margir aðrir komu að verkinu. Stjórn Eyrbyggja var sammála um að ágæti þessa verks. Efri myndin sýnir fjallasýn frá bát við Melrakkaey. Myndin var tekin 25. apríl 2001, en ekki 7. júlí 2001 eins og prentað er við myndina. Neðri myndin er útsýni frá Hamrahlíð og var tekin 10. ágúst 2001 og er það rétt tilgreint á myndinni.  Fyrirhugað er að láta myndina fylgja bókinni sem stefnt er að útgáfu á í júlí.

2.                  Staðan við bókarútgáfu.

Geisladiskur með megninu af efni og myndum er komið til útgáfunnar ,,Mál og mynd”. Talsverð vinna er eftir við uppsetningu og yfirlestur á texta. Stefnt er að því að láta prenta bókina fyrir lok mánaðarins.

3.                  Sölumál og dreifing á bókinni.

Lionsklúbburinn í Grundarfirði hefur tekið að sér sölu og dreifingu á bókinni ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, 3. hefti, 2002” Miðað er við að bókin fari í almenna dreifingu á Grundarfjarðarhátíðinni 26.–28. júlí..

4.                  Skipulagskort 1943-1983.

Eyrbyggjar hafa látið taka afrit af gömlum kortum sem voru á Skipulagsstofnun. Um er að ræða 16 kort. Kortin voru ljósrituð á pappír og einnig skönnuð og geymd á geisladisk. Kostnaður Eyrbyggja var um 18.000 kr.

5.                  Næsti fundur.

Næsti fundur verður á Nesjavöllum mánudaginn 1. júlí kl 19:30. Þess er vænst að makar stjórnarmanna mæti. Ólafur Hjálmarsson mun sýna okkur orkuverið. Orkuveitan mun bjóða í kaffi.