34. stjórnarfundar Eyrbyggja 1. júlí 2002  kl 19:30 á Nesjavöllum.

 

Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Ólafur Hjálmarsson, Gísli Karel Halldórsson, Freyja Bergsveinsdóttir, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Elísa A. Friðjónsdóttir, Hrönn Harðardóttir, Bjarni Guðnason, Kristinn Grétarsson, Aðalsteinn Gunnarsson, Jóhann Jón Ísleifsson, Emilía Karlsdóttir.

1.                  Kynning á Nesjavallavirkjun.

Orkuveita Reykjavíkur tók vel á móti hópnum og fulltrúi Orkuveitunnar flutti kynningu á Nesjavallavirkjun. Eftir kynninguna var stjórnarfundur Eyrbyggja.

2.                  Örnefnamynd.

Örnefnamyndin er komin úr prentun og 800 eintök eru komin til Grundarfjarðar og fara í dreifingu með bókinni

3.                  Staðan við bókarútgáfu.

Búið er að setja bókina upp og er hún nú í prófarkalestri hjá íslenskumanni. Miðað er við að búið verði að prenta bókina fyrir 15. júlí. Að þessu sinni verða 22 greinar af áhugaverðu efni í bókinni og verður hún um 250 bls.

4.                  Sölumál og dreifing á bókinni.

Lionsklúbburinn í Grundarfirði hefur tekið að sér sölu og dreifingu á bókinni ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, 3. hefti, 2002” Miðað er við að bókin fari í almenna dreifingu á Grundarfjarðarhátíðinni 26.–28. júlí..

5.                  Örnefnaskrár Eyrarsveitar.

Örnefnastofnun hefur lokið við yfirlestur á örnefnaskrám og fengu Eyrbyggjar þær sendar í dag. Skrárnar hafa verið sendar Grundarfjarðarbæ og verða þær settar upp á heimasíðunni. Vonast er til að því verði lokið fljótt þannig að hægt verði að gera grein fyrir örnefnaskránum á heimasíðunni á Grundarfjarðarhátíðinni í lok júlí. Við þurfum að láta taka myndir af öllum sveitabæjum í Eyrarsveit til að láta þær fylgja örnefnaskránum.

6.                  Afmælisrit Grunnskóla Grundarfjarðar.

Hildur sýndi nýútkomið afmælisrit Grunnskólans í Grundarfirði. Ritið er metnaðarfullt og eigulegt. Hermann tók að sér að reyna að útvega eintök og afhenda á næsta stjórnarfundi.

7.                  Viðhald Grundarréttar.

Fyrirhugað er að hafa vinnudag við viðhald Grundarréttar laugardaginn 10. ágúst og hefst vinnan kl 11. Arnór Kristjánsson á Eiði og Hörður Pálsson á Hömrum munu leiðbeina yngri mönnunum hvernig verði staðið að viðhaldi og endurhleðslu. Fjölmargir Grundfirðingar og hestamenn hafa lýst yfir að þeir muni mæta í viðhaldsvinnuna.

8.                  Örnefnamerkingar á loftmyndir.

Gunnar Magnússon Kirkjufelli og Hildur Sæmundsdóttir ljósmóðir hafa fært örnefni inn á loftmyndir af útsveitinni. GKH hefur farið með myndirnar til fyrirtækisins Loftmyndir, sem mun færa örnefnin inn á stafræn kort.  Arnór Kristjánsson er að færa örnefni af umhverfi Kolgrafarfjarðar inn á loftmynd. Loftmyndir hf. áforma að taka loftmyndir sumarið 2002 af þeim svæðum Eyrarsveitar sem loftmyndir vantar af.

9.                  Örnefnamynd af fjallahring Kolgrafarfjarðar.

Guðjón Elísson ætlar nú í sumar að taka stafræna mynd af fjallahringnum umhverfis Kolgrafarfjörð. Næsta vetur væri hægt að færa örnefni inn á þá mynd og hugsanlega prenta hana og dreifa á hátíðinni 2003.

10.              Næsti fundur.

Næsti fundur verður í Krákunni í Grundarfirði föstudaginn 26. júlí kl 21, og verður það undirbúningur fyrir ársfundinn.  Ársfundurinn verður laugardaginn 27. júli kl 16 á Hótel Framnesi í salnum niðri. .