- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
35. stjórnarfundar Eyrbyggja 9. september 2002 kl 20:00 á kaffiteríunni í Perlunni í Reykjavík.
Viðstaddir: Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Hrönn Harðardóttir, Orri Árnason, Sveinn Arnórsson.
1. Ný stjórn skiptir með sér verkum.
Samþykkt var samhljóða að Gísli Karel Halldórsson yrði áfram stjórnarformaður, Ásthildur E. Kristjánsdóttir yrði gjaldkeri og að Orri Árnason yrði ritari félagsins. Gísli Karel hefur hingað til ritað fundargerðir sem birst hafa á heimasíðu félagsins en hann óskaði eftir því að annar sæi um þann þátt framvegis.
2. Sölumál og dreifing bókar.
Lionsklúbburinn í Grundarfirði tók að sér sölu og dreifingu á bókinni ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, 3. hefti, 2002”. Nú hafa þeir farið fyrstu umferð í hús í Grundarfirði og selt um 135 bækur en gefnar voru út 1000 bækur. Símasala til brottfluttra grundfirðinga er einnig að hefjast. Stjórnarmenn vilja nota tækifærið til að brýna fyrir ljónunum að fylgja sölunni vel eftir. Fylgjast þarf með að sölumenn nái til allra grundfirðinga en borið hefur á því að þeir séu lítið heimavið.
3. Nafnalisti Eyrbyggja.
Elínbjörgu var falið að uppfæra nafnalista Eyrbyggja
4. Verkefni vetrarins.
Stærstu verkefni vetrarins verða öflun efnis í nýja bók, frekari vinnsla örnefnaskrár og ljósmyndir frá og sem tengjast Grundarfirði.
Tryggvi Gunnarsson í Bár ætlar að skrifa um Edduslysið og hvernig það horfði við innsveitungum.
Talað var um að fá einhvern úr þorpinu til að fjalla um slysið frá sjónarhóli þorpsbúa.
Fram kom sú hugmynd að gerður yrði nafnalisti yfir grundfirðinga eldri en 60 ára í þeim tilgangi að auðvelda gera öflun gagna og sagna frá Grundarfirði markvissari.
Elínbjörg ætlar að skrifa um upphaf áætlanferða til og frá Grundarfirði.
Haft hefur verið samband við Skipulagsstofnun til þess að setja upp sýningu um þróun skipulags í Grundarfirði á næstu Grundarfjarðarhátíð. En Grundarfjörður er fyrsta sveitafélagið á Íslandi sem skipulagt er frá grunni. Til eru skipulagsuppdrættir allt frá 1943 og yrðu þeir uppistaðan í sýningunni ásamt loftmyndum, frá ólíkum tímum, af þorpinu. Orra var falið að virkja Skipulagsstofnun og bæjarfélagið í Grundarfirði til samvinnu um tilhögun og uppsetningu sýningarinnar.
Hugmyndir komu fram um að vinna sögu ljósmæðra og heilsugæslu í Grundarfirði.
5. Breyttur fundatími stjórnar.
Ákveðið var að færa fundi stjórnar til fyrsta þriðjudags í hverjum mánuði.
6. Heimasíða félagsins.
Stjórnin fól Hermanni að ræða við Magnús Soffaníusson um framtíð og þróun heimasíðu félagsins. Fram komu hugmyndir um að opna dagbók á síðunni og að hún verði meira notuð til öflun gagna og til að flýta fyrir greiningu ljósmynda.
7. Viðhald Grundarréttar.
Enda þótt færri hefðu mætt en vonast var til við viðhald Grundarréttar laugardaginn 10. ágúst, varð mönnum vel ágengt við endurbætur hennar og skemmtu menn sér ágætlega. Talað var um að merkja hvern dilk sínum bæ.
8. Ljósmyndasýningar.
Ákveðið var að ljósmyndasýningarnar 2001 og 2002 á “góðri stund” verði settar á disk og seldar á 700kr í Hrannarbúðinni. Það kom fram hjá Sveini að mikið hefur verið spurt eftir þessum myndum. Sveini var falið að skanna ljósmyndirnar og brenna á geisladiska. Hann óskaði eftir að því yrði komið á framfæri til allra grundfirðinga að hann óskar eftir ljósmyndum frá Grundarfirði til frekari heimildasöfnunar.
9. Séra Jens Hjaltalín.
GKH var falið að tala við Svanhildi Gunnarsdóttur vegna muna séra Jens Hjaltalín á Setbergi en afkomendur djáknans og handhafar munanna hafa ljáð því máls að þeim verði komið fyrir á einum stað til varðveislu.
Svanhildur óskaði eftir að koma að eftirfarandi leiðréttingu vegna fundargerðar ársfundar:
Ágæti fundarritari Hollvinasamtaka Grundarfjarðar, Laufey B. Harðardóttir.
Ég verð að biðja þig um að leiðrétta nokkrar villur sem eru í fundargerðinni frá aðalfundinum 27. júlí 2002
8.1 Svanhildur Gunnarsdóttir, ekki Bjarnardóttir
Þau hafa girt af Bænaskarðið, hið rétta er:
Fyrir nokkrum árum var Hallbjarnareyrin (neðri samtals 1 hektari) girt af ásamt Bænaskarðinu þar sem kirkjan, kirkjugarðurinn var, í samráði við þáverandi formann sóknarnemdar Halldórs Finnssonar.
Umhugsunnarvert er að láta útbúa skilti með upplýsingum um holdsveikraspítalann og kirkjuna sem var á Hallbjarnareyri frá 1655 - 1848.
Því miður voru leiðin í kirkjugarðinum jöfnuð við jörðu trúlega um1950-55
Menningarteingd ferðaþjónusta er í umræðunni í dag því væri það tillaga mín að setja skilti um þessar sögulegu minnjar Grundarfjarðar.
Amma Svanhildar, Valgerður Jensína Bjarnardóttir ólst upp á Setbergi hjá séra Jens og er fjölskyldan með fáeina hluti úr búi hans sem hún vill gjarnan koma til réttra aðila t.d. byggðarsafns.
10. Dagbækur Páls Þorleifssonar.
Hrönn var falið að tala við Hörð og Sigríði Pálsbörn vegna dagbóka sem Páll bóndi á Hömrum hélt um langt árabil með það fyrir augum að vinna megi upp úr þeim fróðlegt efni.
11. Næsti fundur
Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 1.oktober 2002