36. stjórnarfundar Eyrbyggja 1. oktober 2002  kl 20:00 á kaffiteríunni í Perlunni í Reykjavík.

Viðstaddir: Guðlaugur Þór Pálsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Hrönn Harðardóttir, Orri Árnason.

1.                  Sr. Jens Hjaltalín.

Svanhildur Gunnarsdóttir er að gera lista yfir muni til afhendingar á væntanlegt byggðasafn í Grundarfirði.

Halldóra Karls er að færa sjálfsævisögu sr. Jens yfir á stafrænt form og Jón Svanur Pétursson hefur gefið okkur vilyrði um að hann aðstoði okkur við að undirbúa greinina til prentunar.  Hugsanlega birtist sagan, sem telur einar sextíu vélritaðar blaðsíður, í næstu bók

2.                  Nafnalisti eyrbyggja.

Elinbjörg hefur gengið frá nafnalista eyrbyggja og fylgir naflalistinn með þessari fundargerð.

3.                  Upphaf áætlanaferða til og frá Grundarfirði.

Elínbjörg ætlar að tala við Árna Hallgrímsson í Vík.  Saman ætla þau Elínbjörg og Gísli Karel að hitta Guðmund Gunnarsson í Stykkishólmi, fyrrverandi rútubílstjóra, um miðjan nóvember.  Í þessa för ætla þau vopnuð segulbandstæki og liðstyrkt af tveimur eldri grundfirðingum.

4.                  Manntalið 1703.

Kristján E. Guðmundsson vinnur að grein um manntalið í tilefni þess að nú eru þrjúhundruð ár liðin frá gerð þess.  En það var hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

5.                  Edduslysið 1953.

Tryggvi Gunnarsson er langt kominn með grein um upplifun fólksins í Suður-Bár við slysið.

Árni Emilsson hefur tekið vel í að skrifa um slysið frá sjónarhóli fólksins í Grafarnesi

Óskar Vigfússon fyrrum forseti Sjómannnasambands Íslands er einn þeirra sem lifði af slysið.  Hann hefur veitt leyfi til að birta viðtal sem tekið var árið 1993 og birtist í bókinni Helnauð og að uppfæra viðtalið.  Skrásetjari var Eiríkur St. Eiríksson blaðamaður og hefur hann gefið leyfi sitt  eins og útgefandinn Steinar J. Lúðvíksson.  Hrönn Harðardóttir ætlar að færa viðtalið og myndir úr bókinni á tölvutækt form.

Hermann er að vinna að frásögnum sjómanna úr Grundarfirði sem muna eftir slysinu.  Páll Ásgeirsson, Aðalsteinn Friðfinnsson og Sigurður Lárusson muna þennan atburð vel.

6.                  Skipulagssýning.

Orri hefur sett sig í samband við Skipulagstofnun vegna skipulagssýningar í Grundarfirði.  Fram kom hjá stofnuninni að þeir hafa ekki staðið í sýningahaldi en voru boðnir og búnir til að láta okkur í té öll þau gögn, skjöl og teikningar, sem okkur vanhagaði um.  Þá var bent á að hafa samband við borgafræðisetur  en þar á bæ hafa menn mikla reynslu af sýningum auk þess sem þeir eiga sýningu fyrir skólabörn sem tengist þróun byggðar á Íslandi og gaman væri að setja upp, samhliða skipulagssýningu frá Grundarfirði.  Eyrbyggjar eiga sextán kort, einnig á geisladisk.

7.                  Dagbækur Páls Þorleifssonar.

Sigríður Pálsdóttir er með dagbækurnar í skoðun.

8.                  Örnefnamynd frá Kolgrafarfirði.

Guðjón Elíasson hefur tekið panoramamyndir frá Kolgrafarfirði.  Arnór Kristjánsson á Eiði er að merkja örnefni inn á myndirnar.

Fyrirtækið Ísgraf er að vinna myndir úr Framsveitinni og skilar þeim af sér í haust. Ísgraf hefur boðið Eyrbyggjum loftmyndir af þeim hluta Eyrarsveitar sem við höfðum ekki fengið áður, til að færa inn á þær örnefni sveitarinnar.

9.                  Myndasafn Bærings Cecilssonar.

Ljósmyndir og filmur Bærings liggja nú undir skemmdum þar sem þær eru  í geymslu, á dvalarheimili aldraðra í Grundarfirði.  Fram kom hjá Guðlaugi Þór að erfingjar Bærings vilja láta safnið af hendi en þó eingöngu ef tryggt verður að það verði notað til gagns.

Flokka þarf myndir og filmur og setja áhugaverðar myndir á tölvutækt form.  Þær myndir þarf að skrásetja með hjálp eldri grundfirðinga.  Frummyndum og filmum þarf að  koma fyrir í öruggri geymslu hjá Ljósmyndasafni Íslands.

10.              Sala og dreifing bókar.

Búið er að selja 206 bækur en símasala er rétt hálfnuð.  Æskilegt er talið að meira samráð verði haft við sögunefnd í Grundarfirði um efni í bókina. Umfang útgáfunnar, efnisval og kostnaður þarf að vera í takt við mögulegar tekjur og styrki. Eyrbyggjar og sögunefnd Eyrarsveitar bera sameiginlega fjárhagslega ábyrgð og þurfa því að móta sameiginlega útgáfustefnuna.

11.       Heimasíða

Sveinn Arnórsson hefur unnið tillögu að myndasíðu.  Sveinn og Guðjón eru að endurbæta heimasíðuna með tilliti til myndbirtingar.  Heimasíða ljósmyndasafnsins er http://frontpage.simnet.is/eidi/hollmynd.htm

Heimasíða Eyrbyggja er http://www.grundarfjordur.is/eyrbyggjar/start.php.

Einnig viljum við benda staðkunnugum á að lesa örnefnaskrár fyrir allar jarðir í Eyrarsveit á heimasíðunni   http://www.grundarfjordur.is/start.php undir flokknum sögupunktar. Þeir sem hafa athugasemdir, ábendingar eða leiðréttingar eru beðnir um að koma þeim á framfæri við Örnefnastofnum, bréflega eða með tölvupósti.

12.       Eyrbyggjar

Lagt er til að sett verð upp skilti við nýjan veg sem mun liggja yfir Kolgrafarfjörð.  Þar verði eyrbyggja minnst.    Í fornum bókum er sagt frá að Vestar hafi búið á Öndverðareyri, og þar var óðal niðja hans og þeir kenndir við þann stað og nefndir eyrbyggjar.

13.       Næsti fundur

Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 5.november.