37. stjórnarfundar Eyrbyggja 5. november 2002  kl 20:00 á kaffiteríunni í Perlunni í Reykjavík.

Viðstaddir: Guðlaugur Þór Pálsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason.

1.                  Ferðasaga

Orri skýrði frá nýlegri för sinni til Brasilíu.

2.                  Fjármögnun.

Gunnar Kristjánsson og Gísli Karel hafa sótt um styrk að upphæð kr. 800.000,-til fjárlaganefndar ríkisins.

Ásthildur hefur unnið lista með nöfnum fyrirtækja með það fyrir augum að hægt væri að leita til þeirra eftir styrkjum vegna bókaútgáfunnar.

Orra var falið að skrifa bréf, sem fylgja á umsókum um styrki, til þessara fyrirtækja. 

3.                  Efni í næstu bók.

Halldóra Karlsdóttir er hálfnuð með að færa sjálfsævisögu sr. Jens yfir á stafrænt form.  Ekki hefur þó verið tekin ákvörðun um að hún birtist í næstu bók.

Mikið efni er til í næstu bók en vænlegra er að hafa úr meiru að velja.

Lögð var áhersla á það við stjórnarmenn að þeir legðu höfuðið í bleyti og upphugsuðu áhugavert efni í næstu bók.

4.         Næsti fundur

Næsti fundur var ákveðinn þriðjudaginn 3.desember.